operation manual

IS
- 98 -
lengd sverðsins verður að skera tvo skurði
eins og sýnt er á mynd 11.
Þegar að fallskurðurinn nálgast felliflötin,
byrjar tréð að falla. Dragið sögina út úr trjá-
bolnum og drepið á henni um leið og að tréð
byrjar að falla. Leggið sögina frá ykkur og farið
inn á flóttaflötinn (mynd 8).
Greinar fjarlægðar
Greinar á að fjarlægja af trénu eftir að búið
er að fella það. Fjarlægið greinar (A) fyrst
eftir að búið er að búta tjábolinn niður (mynd
12). Greinar sem eru spenntar verða að vera
sagaðar af neðan frá þannig að sögin festist
ekki í skurðinum.
Sagið aldrei greinar af boli á meðan að þið
standið á honum.
Sagað í lengdir
Sagið trjábolinn í skipulagðar lengdir. Athugið
að staða notanda sagarinnar sé traust og
stangið fyrir ofan bolinn ef unnið er í halla.
Bolinn ætti að styðja ef hægt er með við
þannig að hann liggi ekki á jörðinni. Ef að
báðir endar bolsins liggja á upphækkun og
þið verðið að saga í miðju bolsins, sagið þá
í gegnum hálfann bolinn að ofanverðu og að
lokum neðan frá og uppávið. Það kemur í veg
fyrir að sverðið eða keðjan festist í trjábolnum.
Athugið að keðjan sagi ekki ofan í jörðina á
meðan að sagað er, það gerir sögina mjög
fljótt bitlausa. Standið ávallt ofan við trjábolinn
ef að sagað er í halla.
1. Trjábolur sem er á undirstöðu alla leng-
dina: Sagið ofanfrá og gangið úr skugga um
að ekki sé sagað ofan í jörðina (mynd 13A).
2. Trjábolur á undirstöðu á einum enda:
Sagið fyrst 1/3 af þvermáli trjábolsins neð-
anfrá til þess að tryggja heilann skurð. Sagið
þvínæst að ofanverður í átt að mótliggjandi
skurðinum til þess að koma í veg fyrir að sö-
gin festist (mynd 13B).
3. Trjáborur á undirstöðum á báðum en-
dum: Sagið fyrst 1/3 af þvermáli trjábolsins
að ofanverður til að tryggja heilann skurð.
Sagið þvínæst að neðanverðu í átt að mótlig-
gjandi skurði til að koma í veg fyrir að sögin
festist (mynd 13C).
Besta leiðin til þess að saga trjábol í búta er
að setja bolinn á búkka. Ef það er ekki hægt
er hægt að lyfta bolnum upp með greinum
eða við og styðja hann þannig. Gangið úr
skugga um að trjábolurinn sé vel festur.
Sagað í lengdir á sagarbúkka (mynd 14)
Til að auka öryggi notanda og til þess að auðvel-
da sögunarvinnu er best að hafa skurðarstöðuna
í réttri hæð.
A. Haldið söginni með báðum höndum fastri og
látið sögina saga hægramegin við líkamann.
B. Haldið vinstri handleggi eins beinum og hægt
er.
C. Drei ð þyngdinni á báða fætur.
Varúð! Athugið að keðjan og sverðið sé nægjan-
lega vel smurð á meðan að unnið er með söginni.
7. Hreinsun, umhirða, geymsla og
pöntun varahluta
Takið kertahettuna ávalt af kertinu áður en tækið
er hreinsað eða ef hirða á um það.
7.1 Hreinsun
Haldið öryggisbúnaði, loftopum og mótorhlí-
finni eins rykfríum og lausum við óhreinindi
og kostur er. Þurrkið af tækinu með hreinum
klút eða blásið af því með þrýstilofti við lágan
þrýsting.
Mælt er með því að tækið sé hreinsað eftir
hverja notkun.
Hreinsið tækið reglulega með rökum klút og
dálítilli sápu. Notið ekki hreinsi- eða leysiefni
þar sem þau geta skemmt plasthluta tækisins.
Gætið þess að vatn berist ekki inn í tækið.
7.2 Umhirða
Viðvörun: Öll umhirða um þetta tæki sem ekki
er talin upp í þessum leiðbeiningum veður að láta
framkvæma af viðurkenndum þjónustuaðila.
7.2.1 Loftsía
Tilmæli: Notið sögina aldrei án loftsíu. Ryk og
óhreinindi sogast annars inn í mótorinn og skem-
ma hanna. Haldið loftsíunni hreinni! Loftsíuna ver-
ður að hreinsa á 20 vinnutíma millibili eða skipta
um hana.
Hreinsun loftsíu (myndir 15A – 15B)
1. Fjarlægið efri loftsíuhlíf (14) með því fjarlægja
festiskrúfuna (A) á hlí nni. Nú er hægt að fjar-
lægja hlí na (mynd 15A).
2. Dragið loftsíuna (15) út (mynd 15B).
3. Hreinsið loftsíuna. Hreinsið loftsíuna með
hreinu og heitu sápuvatni. Látið hana þorrna
að fullu í frísku lofti.
Tilmæli: Mælt er með að eiga aukalegar loftsíur
til vara.
Anl_GMS_E_40_EV_SPK7-2.indb 98Anl_GMS_E_40_EV_SPK7-2.indb 98 02.07.2019 06:01:0502.07.2019 06:01:05