User manual

Á þessum tímapunkti hættir hitastigið að
blikka og lýsing skjásins breytir um lit úr
rauðum yfir í hvítan.
Viðvörun um að hurðin sé opin
Aðvörunarhljóðmerki heyrist þegar dyrnar
eru skildar eftir opnar í meira en 1 mínútu.
Viðvörun um að dyrnar séu opnar birtist á
þann hátt að:
blikkandi gaumljós sem veitir viðvörun
um að hurðin sé opin
skjárinn lýsist upp með rauðum lit
hljóðmerki.
Ýtið á Aðgerð til að slökkva á
viðvörunarhljóðinu.
Þegar eðlilegu ástandi hefur verið komið á
(dyrnar lokaðar), hættir hljóðmerkið.
Fyrsta notkun
Innra rýmið þrifið
1. Áður en heimilistækið er notað í fyrsta
sinn skal þvo innra rýmið og alla
fylgihluti inni í því með sápuvatni og
mildri sápu til þess að fjarlægja lyktina
sem er alltaf af glænýrri vöru.
2. Þurrkið vandlega.
Ekki nota þvottaefni eða slípiduft,
þar sem það skemmir yfirborðið.
Dagleg notkun
AÐVÖRUN! Sjá kafla um
Öryggismál.
Fylgihlutir
Frystihólfsblokkir
x2
Ísbakki
x1
Frysting ferskra matvæla
Frystihólfið hentar til frystingar á ferskum
matvælum og geymslu á frosnum og
djúpfrystum mat í langan tíma.
Áður en ferskur matur er frystur, stillið á
aðgerðina hraðfrysting minnst 24 tímum
áður en maturinn sem á að frysta er settur í
frystihólfið.
Setjið ferska matinn sem á að frysta í tvö
efstu hólfin.
Hámarksmagn matvæla sem hægt er að
frysta á 24 tímum er tilgreint á
tegundarspjaldinu, merkingu sem staðsett
er innan á heimilistækinu.
Frystingarferlið tekur 24 tíma: á þessu
tímabili má ekki bæta við öðrum mat sem á
að frysta.
Eftir 24 tíma, þegar frystingarferlinu er lokið,
skal fara aftur í það hitastig sem krafist er
(sjá ,,Hitastillingar").
ÍSLENSKA 45