User manual

Tenging við rafmagn
AÐVÖRUN! Eldhætta og hætta á
raflosti.
Heimilistækið þarf að vera jarðtengt.
Gætið þess að rafmagnsupplýsingarnar
á tegundarspjaldinu passi við aflgjafann.
Ef ekki, skal hafa samband við rafvirkja.
Alltaf nota rétt uppsetta innstungu sem
gefur ekki raflost.
Ekki nota fjöltengi eða
framlengingarsnúrur.
Gættu þess að valda ekki skaða á
rafmagnsíhlutum (t.d. rafmagnskló,
rafmagnssnúru, þjöppu). Hafðu samband
við viðurkennda þjónustumiðstöð eða
rafvirkja til þess að skipta um
rafmagnsíhluti.
Rafmagnssnúran þarf að vera fyrir
neðan rafmagnsklóna.
Aðeins skal tengja rafmagnsklóna við
rafmagnsinnstunguna í lok
uppsetningarinnar. Gætið þess að
rafmagnsklóin sé aðgengileg eftir
uppsetningu.
Ekki toga í snúruna til að taka tækið úr
sambandi. Takið alltaf um klóna.
Notkun
AÐVÖRUN! Hætta á líkamstjóni,
raflosti eða bruna.
Ekki skal breyta sérhæfingu þessa tækis.
Ekki setja rafmagnstæki (t.d. ísvélar) í
tækið nema framleiðandi þeirra segi þau
henta til slíks.
Gætið þess að valda ekki skaða á
kælirásinni. Hún inniheldur ísóbútan
(R600a), náttúrulegt gas, sem er mjög
umhverfisvænt. Gasið er eldfimt.
Ef kælirásin skemmist skal gæta þess að
engir logar eða leiðir til kveikingar séu í
herberginu. Loftræstið herbergið.
Ekki láta heita hluti snerta plasthluti
tækisins.
Ekki setja gosdrykki í frystihólfið. Það
mun skapa þrýsting á drykkjarílátið.
Ekki geyma eldfimar gastegundir og
vökva í tækinu.
Ekki skal setja eldfimar vörur eða hluti
sem eru blautir af eldfimum vökva ofan á
eða nálægt heimilistækinu.
Ekki snerta þjöppuna eða þéttinn. Þau
eru heit.
Ekki fjarlægja eða snerta hluti úr
frystihólfinu er þú ert með blautar eða
rakar hendur.
Ekki frysta aftur matvæli sem hafa verið
affryst.
Fylgið geymsluleiðbeiningum á
umbúðum frystra matvæla.
Umhirða og þrif
AÐVÖRUN! Hætta á líkamstjóni
eða því að heimilistækið
skemmist.
Áður en viðhald fer fram á tækinu skal
slökkva á því og aftengja aðalklóna frá
rafmagnsinnstungunni.
Þetta tæki inniheldur kolvatnsefni í
kælieiningunni. Aðeins hæfir aðilar mega
sinna viðhaldi og endurhleðslu á
einingunni.
Skoðið frárennsli tækisins reglulega og
hreinsið það ef þörf krefur. Ef frárennslið
er stíflað mun affryst vatn safnast fyrir í
botni heimilistækisins.
Förgun
AÐVÖRUN! Hætta á líkamstjóni
eða köfnun.
Aftengið heimilistækið frá
rafmagnsgjafanum.
Klippa rafmagnssnúruna af og fleygið
henni.
Fjarlægið hurðina til að koma í veg fyrir
að börn eða dýr geti lokast inni í tækinu.
Kælirásin og einangrunarefnið á tækinu
eru ósónvæn.
Einangrunarfroðan inniheldur eldfimar
lofttegundir. Hafið samband við
sveitarfélagið til að fá upplýsingar um
ÍSLENSKA
46