User manual

Slökkt á
Ýtið á ON/OFF rofan í meira en 1 sekúndu
til þess að slökkva á tækinu.
Þá mun skjárinn sýna niðurtalningu hitastigs
frá -3 -2 -1.
Þegar slökkt er á heimilistækinu
slokknar jafnframt á skjánum.
Að slökkva á ísskápnum
Til þess að slökkva á ísskápnum skal snúa
hitastillinum fyrir ísskápinn rangsælis í
stöðuna „0“.
Þegar slökkt er á ísskápnum er eina
hitastigið, sem sýnt er, á frystihólfinu.
Í þessu ástandi slökknar á lýsingunni í
ísskápnum.
Frystihólfið heldur áfram að starfa.
Vísbending um hitastig
Í hvert sinn sem ýtt er á hitastigshnappinn á
ísskápnum-frystinum, sýnir skjárinn í röð:
1. Það er kveikt á vísinum fyrir
ísskápinn.
Skjárinn sýnir síðasta val á hitastigi
fyrir ísskápinn.
2. Kveikt er á vísinum fyrir frystihólfið
(við venjulegar aðstæður).
Skjárinn sýnir síðasta val á hitastigi
fyrir frystinn.
Hitastilling
Hitastiginu í tækinu er stjórnað með
hitastýringunni.
Hitastigið í ísskápnum má stilla með því að
snúa hitastilli ísskápsins og getur það verið
um það bil á á bilinu +2°C and +8°C.
Hitastigið í frystihólfinu má stilla með því að
snúa hitastilli frystihólfsins og getur það
verið um það bil á á bilinu -15°C and
-24°C.
Fyrir rétta geymslu á matvælum ætti að
nota eftirfarandi hitastig:
+ 5°C í ísskápnum
-18°C í frystinum.
Við venjulega virkni sýnir hitavísirinn það
hitastig sem stillt er á þeirri stundu.
Til þess að nota tækið skal gera eftirfarandi
1. snúið hitastillinum réttsælis til að fá
hámarkskælingu
2. snúið hnappnum rangsælis til að fá
lágmarkskælingu.
Millistillingin er venjulega sú sem hentar
best.
Við nánari ákvörðun hitastillingar skal
þó hafa í huga að hitastigið inni í
heimilistækinu ræðst af:
hitastigi herbergis
hversu oft hurðin er opnuð
magni af mat í heimilistækinu
staðsetningu heimilistækisins.
Viðvörun um of háan hita
Hækkun á hitastigi í frystihólfinu (til dæmis
vegna þess að rafmagnið hefur farið af) er
gefin til kynna með því að:
hitastigið blikkar
frystihólf blikkar (frystihólfmerkið/
viðvörunarmerkið hurð er opin)
aðvörunarhljóðmerki heyrist
skjárinn lýsist upp með rauðum lit
Þegar venjulegum aðstæðum hefur verið
komið aftur á:
hljóðmerkið hættir
hitastiggildið heldur áfram að blikka
skjárinn er ennþá upplýstur með rauðum
lit.
Þegar ýtt er á Function/slökkt á viðvörun til
þess að slökkva á viðvöruninni birtist hæsta
hitastig sem mælst hefur í hólfinu á vísinum
í nokkrar sekúntur.
Á þessum tímapunkti hættir hitastigið að
blikka og lýsing skjásins breytir um lit úr
rauðum yfir í hvítan.
ÍSLENSKA
50