User manual

Skúffa fyrir grænmeti
Skúffan er hentug til að geyma ávexti og
grænmeti.
Það er skiptiþil inn í skúffunni sem hægt er
að setja á mismunandi stað svo að skipting
skúffunar henti hverjum og einum best.
Það er rimlagrind í botni skúffunnar til þess
að aðskilja ávexti og grænmeti frá raka
sem kann að myndast á botninum.
Hægt er að fjarlægja alla hluta innan í
skúffunni þegar þarf að þrífa hana.
Viftukæling
Búnaðurinn fer sjálfkrafa í gang ef þörf
krefur, til dæmis þegar leiðrétta þarf
hitastigið fljótt eftir að hurðin er opnuð eða
þegar umhverfishitastig er hátt.
Heimilar þér að kveikja handvirkt á tækinu
eftir þörfum (sjá ,„virkni viftukælingar").
Búnaðurinn stöðvast þegar
hurðin er opin og fer strax aftur í
gang eftir að hurðinni er lokað.
Vísir fyrir hitastig
Þetta heimilistæki er selt í
Frakklandi.
Samkvæmt reglugerðum sem
gilda í þessu landi þarf að fylgja
með því sérstakur búnaður (sjá
mynd) sem koma á fyrir í neðra
hólfi ísskápsins sem sýnir hvar
kaldasta svæði hans er.
Frysting ferskra matvæla
Frystihólfið hentar til frystingar á ferskum
matvælum og geymslu á frosnum og
djúpfrystum mat í langan tíma.
Áður en ferskur matur er frystur, stillið á
aukavalið Fast Freezing minnst 24 tímum
áður en maturinn sem á að frysta er settur í
frystihólfið.
Setjið ferska matinn sem á að frysta í efri
skúffuna, þar sem það er kaldasta svæðið.
Hámarksmagn matvæla sem hægt er að
frysta á 24 tímum er tilgreint á
tegundarspjaldinu, merkingu sem staðsett
er innan á heimilistækinu.
Frystingarferlið tekur 24 tíma: á þessu
tímabili má ekki bæta við öðrum mat sem á
að frysta.
Geymsla frystra matvæla
Þegar heimilistækið er sett í gang á ný eftir
notkunarhlé í einhvern tíma, þá látið það
ÍSLENSKA
53