User manual

Flöskur: þær þurfa lok og ætti að geyma
í hillunni í hurðinni, eða (ef fylgir) í
flöskuhillunni.
Banana, kartöflur, lauk og hvítlauk, án
umbúða, má ekki geyma í ísskápnum.
Ráð varðandi frystingu
Nokkrar mikilvægar ábendingar til að
hjálpa þér að fá sem mest út úr frystingunni:
hámarksmagn matar sem hægt er að
frysta á 24 klst. er sýnt á
tegundarspjaldinu;
frystingarferlið tekur 24 tíma. Ekki skal
bæta neinum ófrosnum mat í frystinn á
því tímabili;
aðeins skal frysta hágæða, fersk og vel
hreinsuð matvæli;
frystið mat í litlum skömmtum til að hann
geti frosið hratt og alveg í gegn og til
þess að seinna sé hægt að afþíða aðeins
það magn sem þarf;
pakkið matnum inn í álpappír eða plast
og gætið þess að pakkarnir séu loftþéttir;
ekki láta ferskan, ófrosinn mat snerta mat
sem er þegar frosinn, til að forðast
hækkun hitastigs þess síðarnefnda;
magur matur geymist betur og lengur en
feitur; salt minnkar geymsluþol matar;
vatn frýs og ef þess er neytt strax eftir að
það er tekið úr frystinum kann það að
valda frostbruna á húð;
ráðlegt er að sýna frystidagsetninguna á
hverjum pakka sem settur er í frystinn til
að hægt sé að fylgjast með
geymslutímanum.
Ráð varðandi geymslu frystra matvæla
Til þess að þetta heimilistæki starfi sem best,
skal:
gæta þess að frystivara úr búð hafi verið
geymd á fullnægjandi hátt í búðinni;
tryggja að frystivara sé flutt úr búðinni
og í frystinn á sem skemmstum tíma;
ekki opna dyrnar oft eða hafa þær
opnar lengur en brýn nauðsyn krefur;
eftir afþiðnun skemmist matur fljótt og
ekki er hægt að frysta hann aftur;
ekki geyma matvöru lengur en
framleiðandi vörunnar mælir með.
Umhirða og þrif
AÐVÖRUN! Sjá kafla um
Öryggismál.
Regluleg þrif
Þrífa þarf búnaðinn reglulega:
hreinsið innra rýmið og fylgihlutina með
volgu vatni og mildri sápu.
skoðið reglulega dyraþéttingarnar og
strjúkið af þeim óhreinindi svo að þær
séu hreinar og lausar við smáagnir.
skolið og þurrkið vandlega.
Ekki toga í, færa til eða skemma
neinar pípur og/eða kapla inni í
skápnum.
Aldrei nota uppþvottalög,
slípiduft, hreinsiefni með sterkum
ilmefnum eða vaxbón til að
hreinsa innra byrðið þar sem það
skemmir yfirborðið og skilur eftir
sterka lykt.
Hreinsið þéttinn (svört rist) og þjöppuna
aftan á heimilistækinu með bursta. Það
bætir afköst heimilistækins og sparar
rafmagn.
Gætið þess að skemma ekki
kælikerfið.
ÍSLENSKA 55