User manual

Ískápurinn afþíddur
Frost eyðist sjálfkrafa af eimi ísskápshólfsins
í hvert sinn sem véldrifna þjappan stöðvast,
meðan á venjulegri notkun stendur. Afþídda
vatnið rennur út í gegnum niðurfall inn í
sérstakt hólf aftan á heimilistækinu, yfir
véldrifnu þjöppunni, þar sem það gufar
upp.
Mikilvægt er að hreinsa öðru hvoru
frárennslisop afþídds vatn í miðri rennu
ísskápshólfsins svo að vatnið flæði ekki út
fyrir og leki á matinn í ísskápnum. Notið þar
til gerðan meðfylgjandi hreinsipinna sem er
tilbúinn inni í frárennslisopinu.
Frystirinn afþíddur
Frystihólfið er frostlaust. Það þýðir að ekkert
frost safnast upp þegar tækið er í notkun,
hvorki á innri veggjum né á matnum.
Frostleysið stafar af stöðugu streymi af
köldu lofti inni í hólfinu, knúnu af sjálfvirkri
viftu.
Þegar hlé er gert á notkun heimilistækisins
Gerið eftirfarandi ráðstafanir þegar
heimilistækið er ekki í notkun í langan tíma í
einu:
1. Fjarlægið allan mat.
2. Affrystið ef svo á við
3. Þrífið heimilistækið og alla aukahluti.
4. Skiljið allar dyr eftir opnar svo að ekki
myndist slæm lykt.
Ef skápurinn er hafður í gangi,
biðjið þá einhvern að líta eftir
honum af og til svo að maturinn
sem í honum er skemmist ekki ef
rafmagnið fer.
Bilanaleit
AÐVÖRUN! Sjá kafla um
Öryggismál.
Hvað skal gera ef...
Vandamál Hugsanleg orsök Lausn
Heimilistækið fer ekki í gang. Slökkt er á heimilistækinu. Kveiktu á tækinu.
Rafmagnsklóin hefur ekki
verið rétt sett inn í raf-
magnsinnstunguna.
Settu rafmagnsklóna rétt inn í
rafmagnsinnstunguna.
Enginn straumur í innstun-
gunni.
Tengdu annað raftæki við in-
nstunguna. Hafðu samband
við löggildan rafvirkja.
ÍSLENSKA 56