Operation Manual

Íslenska
12
1. Veldu réttan
mölunargrófleika
miðað við þá
tegund
kaffilögunar
sem þú notar.
Í boði eru 15
mismunandi stig grófleika, í
hálfum tölum frá 1-8. 8. stig veitir
mestu fínmölun og hentar vel
expressó kaffi, 4
1
2 til 6 er
miðlungs gróf mölun sem hentar
sjálfvirkum kaffivélum, og 1 er
fyrir grófmölun sem hentar best
pressukaffi. Prófaðu þig áfram,
þinn smekkur getur kallað á meiri
eða minni grófleika.
2. Fyrir venjulegar kaffikönnur getur
verið gott að byrja á því að nota
28 g af kaffi fyrir
hverja 500 ml af
vatni miðað við
karöflu bolla
(karöflu bolli er
um 127 ml).
Meiri fínmölun
kallar á minna magn af kaffi, en of
mikil fínmölun getur orsakað biturt
bragð (sjá, „Tengls milli mölunar og
bragðs“ á bls. 13).
Ef þú vilt kaffi sem er
bragðdaufara en almennt gerist er
best að hella upp á venjulegt kaffi
og þynna það síðan út með heitu
vatni. Slíkt varðveitir best bragðið
og takmarkar rammleika.
3. Malað kaffi glatar bragði og angan
fljótt. Best er að mala einungis það
magn sem þú hyggst nota þá
stundina.
4. Til að viðhalda ferskleika skal geyma
kaffibaunir í loftþéttum umbúðum
og á köldum og myrkum stað. Ekki
er mælt með því að geyma
baunirnar í baunaílátinu til lengdar.
5. Hreinsaðu kaffiílátið og
mölunarskífurnar með reglulegu
millibili.
6. Ef bragðbætt kaffi er malað mun
það bragð smita út frá sér í annað
kaffi sem malað er í kvörninni. Ef
þú vilt bragðbætt kaffi skaltu nota
bragðsíróp eða bragðbæti í kaffið
eftir mölun eða nota sérstaka kvörn
fyrir mölun á bragðbættum
kaffibaunum.
Athugið: Mölunarskífurnar þarf að
hreinsa oftar þegar bragðbættar
baunir eru malaðar. Kaffikvörnin er
aðeins ætluð til að mala kaffibaunir.
Vinsamlegast malið ekki aðrar
tegundir fæðu.
Ýmis atriði varðandi kaffikvörnina