User manual

2. Gætið þess að rafmagnssnúran sé
ekki klemmd eða skemmd fyrir aftan
heimilistækið. Klemmd eða skemmd
rafmagnssnúra getur ofhitnað og or-
sakað eldsvoða.
3. Gætið þess að hægt sé að ná til raf-
magnsklóar heimilistækisins.
4. Ekki toga í rafmagnssnúruna.
5. Ef rafmagnsinnstungan er laus, ekki
stinga þá klónni í hana. Það skapar
hættu á raflosti og eldhættu.
6. Þú mátt ekki nota tækið án lampahlíf-
arinnar (ef fyrirséð) fyrir ljós innan í
tækinu.
Þetta heimilistæki er þungt. Aðgát skal
viðhöfð ef þarf að færa það.
Ekki fjarlægja eða snerta hluti úr frystihólf-
inu ef þú ert með rakar/blautar hendur,
því það gæti valdið fleiðrum eða frostbr-
una á húð.
Forðist að láta heimilistækið vera lengi í
beinu sólarljósi.
Perulampar (ef fyrirséðir) sem eru notaðir í
þessu tæki eru sérstakir lampar ætlaðir
fyrir heimilistæki eingöngu. Þeir henta
ekki til herbergislýsingar á heimilum.
Dagleg notkun
Ekki setja heita potta á plasthluta heimilis-
tækisins.
Ekki geyma eldfimt gas og vökva í heimil-
istækinu því þeir gætu sprungið.
Geymsluleiðbeiningum framleiðanda
heimilistækisins skal fylgja í hvívetna. Les-
ið viðeigandi leiðbeiningar.
Meðferð og þrif
Áður en viðhald fer fram á tækinu skal
slökkva á því og aftengja aðalklóna frá
rafmagnsinnstungunni.
Ekki hreinsa heimilistækið með málmhlut-
um.
Athugið af og til hvort bráðið vatn hafi
safnast fyrir í frárennsli ísskápsins. Hreins-
ið frárennslið ef með þarf. Ef frárennslið er
stíflað mun vatn safnast fyrir í botni
heimilistækisins.
Innsetning
Mikilvægt! Þegar tengt er við rafmagn skal
fylgja vandlega leiðbeiningum í viðeigandi
efnisgreinum.
Takið heimilistækið úr umbúðunum og
athugið hvort það hafi eitthvað skemmst.
Ekki tengja heimilistækið ef það er
skemmt. Tilkynnið söluaðila tækisins
strax um hugsanlegar skemmdir. Geymið
umbúðirnar.
Ráðlegt er að bíða í að minnsta kosti fjór-
ar klukkustundir með að tengja heimilis-
tækið til að leyfa olíu að renna til baka í
þjöppuna.
Í kringum heimilistækið þarf að vera full-
nægjandi loftstreymi, annars getur það
ofhitnað. Til að tryggja nægilegt loft-
streymi skal fylgja leiðbeiningum sem
varða innsetningu.
Ef yfirleitt er möguleiki á því, á bakhlið
vörunnar að vera upp við vegg til að fólk
snerti ekki eða reki sig í heita hluta hennar
(þjöppu, þétti) og brenni sig.
Heimilistækið má ekki vera staðsett nál-
ægt ofnum eða eldavélum.
Gætið þess að hægt sé að ná til klóarinn-
ar eftir að tækinu er komið fyrir.
Aðeins má tengja við vatnsinntak með
drykkjarhæfu vatni (ef tenging við vatn er
fyrirséð).
Þjónusta
Öll rafmagnsvinna vegna viðgerða á þes-
su heimilistæki skal framkvæmd af raf-
virkja með viðeigandi réttindi eða öðrum
hæfum aðila.
Viðgerð á þessari vöru skal framkvæmd
af löggildri viðgerðarþjónustu og aðeins
má nota upprunalega varahluti frá fram-
leiðanda.
Umhverfisvernd
Í þessu heimilistæki eru engar gasteg-
undir sem geta skaðað ósonlagið,
hvorki í kælirás þess né einangrunar-
efnum. Heimilistækinu ætti ekki að far-
ga með venjulegu rusli. Einangrunar-
svampurinn inniheldur eldfimar loftteg-
undir; farga skal heimilistækinu í sam-
ræmi við gildandi reglugerðir sem nálg-
ast má hjá yfirvöldum á staðnum. For-
ðist að skemma kælieininguna, sérstak-
lega að aftanverðu við varmaskiptinn.
Efni notuð í þessu heimilistæki merkt
með tákninu
má endurvinna.
progress 13