User manual

dragið hilluna smám saman út í áttina sem
örvarnar sýna þar til hún er laus og komið
henni aftur fyrir í þeirri hæð sem óskað er.
Þessi gerð heimilistækisins er með færa-
nlegt geymsluhólf sem komið er fyrir undir
hilluhólfi í hurð og er hægt að renna til hlið-
ar.
Mikilvægt! þetta heimilistæki er selt í
Frakklandi.
Samkvæmt reglugerðum sem gilda í þessu
landi þarf að fylgja með því sérstakur bún-
aður (sjá mynd) sem koma á fyrir í neðra
hólfi ísskápsins sem sýnir hvar kaldasta
svæði hans er.
GÓÐ RÁÐ
Eðlileg vinnsluhljóð
Mögulega heyrist lágt gutl og suðuhljóð
þegar kælimiðlinum er dælt í gegnum
spíralana eða leiðslurnar. Þetta er í lagi.
Þegar þjappan er í gangi er kælimiðlinum
dælt eftir rásinni og þá heyrist suð og
sláttur úr þjöppunni. Þetta er í lagi.
Hitaútvíkkunin gæti valdið því að skyndi-
legt brak heyrist. Það er náttúrulegt,
hættulaust efnislegt fyrirbærii. Þetta er í
lagi.
Þegar kviknar eða slokknar á þjöppunni
heyrist lágur smellur í hitastillinum. Þetta
er í lagi.
Ábendingar um orkusparnað
Ekki opna dyrnar oft eða hafa þær opnar
lengur en brýn nauðsyn krefur.
Ef umhverfishitastigið er hátt, hitastillirinn
er stilltur á lágan hita og heimilistækið er
fullhlaðið, getur verið að þjappan sé stöð-
ugt í gangi, en það getur valdið því að
frost eða ís hleðst utan á eiminn. Ef það
gerist skal stilla valskífuna á hærri hita til
að leyfa sjálfvirka afþiðnun en í því felst
líka raforkusparnaður.
Ábendingar um kælingu á ferskum
matvælum
Ísskápurinn starfar best ef:
ekki er geymdur heitur matur eða vökvar
sem uppgufun er af í ísskápnum
breitt er yfir matinn eða honum er pakkað
inn, einkum ef hann er bragðsterkur
matnum er komið þannig fyrir að loft geti
leikið óhindrað um hann
Ábendingar um kælingu
Góð ráð:
Kjöt (allar gerðir) : pakkið inn í pólýþenpoka
og setjið á glerhilluna fyrir ofan grænmetis-
skúffuna.
Aðeins er öruggt að geyma mat svona í
mesta lagi í einn eða tvo daga.
Eldaður matur, kaldir réttir o.s.frv.: breiða
skal yfir slík matvæli og þau má setja á
hvaða hillu sem er.
progress 15