User manual

Ávextir og grænmeti: slík matvæli skal þvo
rækilega og setja í sérstaka(r) skúffu(r) sem
fylgir/fylgja með.
Smjör og ostur: setjið í sérstakar loftþéttar
umbúðir eða pakkið inn í álpappír eða pól-
ýþenpoka til að þrýsta eins miklu lofti út og
hægt er.
Mjólk: á umbúðunum á að vera lok og mjólk
á að geyma í flöskugrindinni í hurðinni.
Banana, kartöflur, lauk og hvítlauk, án um-
búða, má ekki geyma í ísskápnum.
MEÐFERÐ OG ÞRIF
Varúđ Takið heimilistækið úr sambandi
áður en það gengst undir viðhald.
Í kælieiningu þessa heimilistækis eru
vetniskolefni; því mega aðeins löggildir
tæknimenn framkvæma viðhald og
endurhleðslu á því.
Regluleg þrif
Þrífa þarf búnaðinn reglulega:
hreinsið innra rýmið og fylgihlutina með
volgu vatni og mildri sápu.
skoðið reglulega dyraþéttingarnar og
strjúkið af þeim óhreinindi svo að þær séu
hreinar og lausar við smáagnir.
skolið og þurrkið vandlega.
Mikilvægt! Ekki toga í, færa til eða
skemma neinar pípur og/eða kapla inni í
skápnum.
Aldrei nota uppþvottalög, slípiuft, hreinsiefni
með sterkum ilmefnum eða vaxbón til að
hreinsa innra byrðið þar sem það skemmir
yfirborðið og skilur eftir sterka lykt.
Hreinsið þéttinn (svört rist) og þjöppuna af-
tan á heimilistækinu með bursta. Það bætir
afköst heimilistækins og sparar rafmagn.
Mikilvægt! Gætið þess að skemma ekki
kælikerfið.
Mörg efni sem framleidd eru til að hreinsa
vinnufleti í eldhúsum innihalda efni sem geta
skemmt plastið sem notað er í þessu heim-
ilistæki. Þess vegna er mælt með því að
ytra byrði þessa heimilistæki sé aðeins þrifið
með volgu vatni með örlitlum uppþvottalegi
í.
Að þrifum loknum það skal stinga búnaðin-
um aftur í samband við rafmagn.
Ískápurinn afþíddur
Frost eyðist sjálfkrafa af eimi ísskápshólfsins
í hvert sinn sem véldrifna þjappan stöðvast,
meðan á venjulegri notkun stendur. Afþídda
vatnið rennur út í gegnum niðurfall inn í sér-
stakt hólf aftan á heimilistækinu, yfir vél-
drifnu þjöppunni, þar sem það gufar upp.
Mikilvægt er að hreinsa öðru hvoru frár-
ennslisop afþídds vatn í miðri rennu ís-
skápshólfsins svo að vatnið flæði ekki út fyr-
ir og leki á matinn í ísskápnum. Notið þar til
gerðan meðfylgjandi hreinsipinna sem er til-
búinn inni í frárennslisopinu.
Þegar hlé er gert á notkun vélarinnar
Gerið eftirfarandi ráðstafanir þegar heimilis-
tækið er ekki í notkun í langan tíma í einu:
takið heimilistækið úr sambandi við
rafmagn
fjarlægið allan mat
affrystið (ef fyrirséð) og þrífið heimilistækið
og alla fylgihluti
skiljið dyrnar eftir í hálfa gátt svo að ekki
myndist slæm lykt.
Ef skápurinn er hafður í gangi, biðjið þá ein-
hvern að líta eftir honum af og til svo að
maturinn sem í honum er skemmist ekki ef
rafmagnið fer.
16 progress