Instructions / Assembly

ICELANDIC
62
HJÓL OG ÖXLAR .................................................................................
Til að fá bestu frammistöðu frá Rollerblade
®
hjólunum þínum skaltu snúa þeim og athuga
slit þeirra reglulega. Ef hjólin eru mikið slitin eða misslitin getur það haft áhrif á grip og
stöðugleika þinn, eða jafnvel orðið hættulegt. Rollerblade
®
mælir með því að hjólunum sé
víxlað reglulega og ef hjólin eru slitin, að endurnýja þau öll.
ATH.: Það er engin almenn regla um slit. Rollerblade
®
leggur til að hjólin séu endurnýjuð vel
áður en úretanið hefur slitnað alla leið eða ef en það byrjar að brotna upp. Endurnýjaðu
öll hjólin á sama tíma.
Rollerblade
®
mælir einnig með að setja einn lítinn dropa af bláu (fjarlægjanlegu) gengjulími á
öxulgengjurnar í hvert sinn sem skipt er um hjólin. Rollerblade
®
býður upp á tvær tegundir
öxla. Fyrri öxullinn - Sjónræn tilsögn (18) samanstendtur af stuttum bolta sem gengur
inn í langan bolta. Hinn öxullinn - Sjónræn tilsögn (19) er sérstaklega hannaður fyrir
keppnisgrindur úr pressuðu áli og er boltaður beint í grindina.
Hvernig víxla á hjólum - Sjónræn tilsögn (20).
Hvernig víxla á hjólum á skautum með mismunandi hjólastærð - Sjónræn tilsögn (21).
AÐ FJARLÆGJA HJÓL
1. Losaðu skrúfurnar úr með sexkantalykli #4 (fylgir með í kassanum) - Sjónræn tilsögn
(22).
2. Fjarlægðu öxulinn.
AÐ SETJA HJÓLIN SAMAN
1. Settu öxulinn aftur í.
2. Hertu boltana aftur tryggilega - Sjónræn tilsögn (23). Sjá hersluátakið sem gefið er til
kynna á teikningunni - Sjónræn tilsögn (23).
Rollerblade
®
mælir með að bera blátt (fjarlægjanlegt) gengjulím á öxulgengjurnar í
hvert sinn sem skipt er um öxla og bolta.
LEGUR ...............................................................................................
Til að lengja líftíma ætti að hreinsa og smyrja legurnar vel.
HREINSUN LEGA ................................................................................
1. Fjarlægðu öll 4 hjólin með #4 sexkantlyklinum sem fylgir með.
2. Þurrkaðu óhreinindi og rusl af hjólunum og legunum með tusku.
3. Hreinsaðu öxlana.
4. Hreinsaðu grindina að innan með tusku.
5. Ef legurnar snúast ekki óhindrað skaltu bera á 2 litla dropa af legufeiti. Flest smurefni
fyrir reiðhjólakeðjur virka vel - Sjónræn tilsögn (24).
6. Ef legur snúast ekki óhindrað skal endurnýja þær eftir þörfum.
7. Settu hjólin aftur á grindina.
8. Notaðu einn lítinn dropa af bláu (fjarlægjanlegu) gengjulími á gengjur karlöxulsins.
9. Settu upp og hertu öxlana.