Technical data

59
IS
3.10.5 Microphone input (tegund hljóðnema)
LiteCom Plus er afhent með dýnamískum hljóðnema (MT7) sem staðalbúnaði. Það er hins vegar líka hægt að nota
talnema (electret-hljóðnema – MT53). Hér er hægt að breyta stillingum hljóðnema. Það er líka hægt að slökkva á hljóðne-
manum og nota heyrnartólin eingöngu til hlustunar.
Þrýstu á + hnappinn (A:11) eða - hnappinn (A:12) til þess að velja viðkomandi hljóðnema. Raddskilaboð staðfesta allar
breytingar.
3.10.6 Microphone mute (að ytra úttaki)
Þegar PTT-sending er nýtt með innbyggða fjarskiptaviðtækinu, kemur það í veg fyrir að hljóð frá talnema berist í ytra úttak.
Þessi valmynd gerir þér kleift að kveikja eða slökkva á þessari virkni.
Þrýstu á + hnappinn (A:11) eða - hnappinn (A:12) til þess að kveikja eða slökkva á þessari virkni. Raddskilaboð staðfesta
allar breytingar.
3.10.7 External jack level control (styrkstillir fyrir ytra tengi)
Þessi aðgerð heimilar sjálfvirka styrkstillingu fyrir hljóðmerki inn frá ytri búnaði. Þrýstu á + hnappinn (A:11) eða - hnappinn
(A:12) til þess að kveikja eða slökkva á þessari virkni. Raddskilaboð staðfesta allar breytingar.
3.10.8 Menu return (aftur í valmynd)
Ef notandinn þrýstir ekki á neinn hnapp í 7 sekúndur, fara heyrnartólin sjálfkrafa á fyrsta valmyndarstig (umhvershljóð).
Hægt er að kveikja og slökkva á aðgerðinni í þessari valmynd. Þrýstu á + hnappinn (A:11) eða - hnappinn (A:12) til þess að
velja þá stillingu sem óskað er eftir. Raddskilaboð staðfesta breytinguna.
3.10.9 restore dealer defaults (endurstilling)
Þrýstu á PTT-aukatengishnappinn (A:16) í 2 sekúndur til þess að frumstilla tækið á verksmiðjustillingar. Raddskilaboðin
„restore factory defaults“ (tækið frumstillt á ný) staðfesta þetta.
3.11 PTT (Push-To-Talk, Ýta og tala)
Þrýstu á PTT-hnappinn (A:15) og haltu honum niðri til þess að senda handvirkt út með viðtækinu. Þegar viðtækið sendir
eða tekur á móti, blikkar hnappurinn (A:10) hratt. PTT-sending virkar alltaf, burtséð frá BCLO (upptekin rás læst) og stil-
lingum, (sjá 3.8 VOX og 3.10.1 BCLO).
4. MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR TIL NOTENDA
Mælt er með því að notandi gangi úr skugga um að:
Heyrnarhlífarnar séu settar upp, stilltar og haldið við í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda.
Heyrnarhlífarnar séu alltaf notaðar í hávaðasömu umhver.
Skoðað sé reglubundið hvort heyrnarhlífarnar nýtist eins og til er ætlast.
Viðvörun!
Sé ekki farið eftir ofangreindum tilmælum, skerðir það mjög verndareiginleika heyrnarhlífanna.
Ákveðin efnafræðileg efni geta valdið tjóni á vörunni. Nánari upplýsingar fást hjá framleiðanda.
Heyrnarhlífar og einkum þó eyrnapúðar geta orðið lélegir með tímanum og þá þarf að skoða með reglulegu millibili í leit
að sprungum og öðrum göllum.
Séu einnota hlífar notaðar getur það haft áhrif á hljóðfræðilega eiginleika heyrnarhlífanna.
Heyrnarhlífarnar eru búnar styrkstýrðri hljóðdeyngu. Notandi ætti að kynna sér rétta notkun áður en hún hefst.
Ef hljóð er bjagað eða vart verður við bilun ætti notandi að leita ráða um viðhald og hvernig skipta á um rafhlöðu í
handbók framleiðanda.
Á eyrnahlífunum er tengi fyrir hljóðtæki. Notandi ætti að kynna sér rétta notkun áður en hún hefst. Ef hljóð er bjagað
eða vart verður við bilun ætti notandi að leita lausna í handbók framleiðanda.
Farðu að ráðum í handbókinni um viðhald og skipti á rafhlöðum.
Viðvörun!
Afköst tækisins geta minnkað eftir því sem rafhlöðuhleðsla minnkar. Gera má ráð fyrir að rafhlaða í heyrnarhlífum endist í
20 klukkutíma við samfellda notkun.
Viðvörun!
Frálag styrkstýrðrar rásar í þessum heyrnarhlífum gæti farið fram yr dagleg hávaðamörk.
Viðvörun!
Frálag rafeindarásar í þessum heyrnarhlífum gæti farið fram yr dagleg hávaðamörk.