User manual

Flokkun eftir meðferðarmerkingu. Meðferðarmerkingar þýða:
Almennt hægt að
setja í þurrkara
Þurrkist við venjuleg-
an hita
Þurrkist við lágan hita
(þrýstið á hnappinn
VIÐKVÆMT!)
Þurrkun í þurrkaran-
um ekki möguleg
Ekki setja blautan þvott í tækið ef meðferðarmerking segir að flíkin megi ekki fara
í þurrkara.
Hægt er að setja þvott í þurrkarann ef merking á honum gefur til kynna að slíkt
megi.
Ekki þurrka ný, lituð textílefni ásamt ljósum þvotti. Litir í textílefninu geta runnið
til.
Ekki þurrka bómullarprjón og prjónafatnað með stillt á MJÖG ÞURRT. Fatnað-
urinn getur hlaupið!
Ekki þurrka ull í þurrkaranum. Hún getur hlaupið! Eftir loftþurrkun er hægt að
þurrka ullina með kerfinu ULL.
Undirbúningur þvottar
Til að forðast að þvottur flækist saman: Festið rennilása, lausa borða og bönd
(t.d. á svuntum) og hneppið koddaverum saman.
Tæmið úr vösum. Fjarlægið málmhluti (pappírsklemmur, nælur o.s.frv.).
Snúið fóðruðum flíkum á rönguna (t.d. þarf bómullarfóður í hettuúlpum að snúa
út). Þá þorna þær betur.
10
Flokkun og undirbúningur þvottar