User manual
Dagleg notkun
Kveikt á þurrkara / ljós kveikt
Stillið skífuna á þurrkkerfi eða snúið henni á LJÓS. Nú er kveikt á þurrkaranum.
Þegar hleðsludyrnar opnast lýsist tromlan upp.
Dyr opnaðar / hleðsla á þvotti
1. Opnið dyrnar:
Þrýstið þétt á hurðina (þrýstipunktur)
2. Setjið þvottinn inn (ekki troða í þurrk-
arann).
VARÚÐ
Látið þvott ekki klemmast milli hurðar og
gúmmíþéttingarinnar.
3. Lokið dyrunum tryggilega. Heyrast
þarf í dyralásnum.
Val á kerfi
Veljið þurrkkerfi með skífunni. Áætluð lengd
á þurrkkerfi (afgangstíma) birtist á LCD-skján-
um á forminu k:mm (klukkustundir:mínútur).
Þessi tími er uppfærður á mínútu fresti við
þurrkun; undir 1 klukkustund er fyrra núllið
ekki sýnt (dæmi "59", "5", "0").
Aukavalið VIÐKVÆMT
Til að þurrka mjög varlega viðkvæm efni með meðferðarmerkingunni og fyrir
hitanæm textílefni (til dæmis akrýl og viscose). Þurrkun fer fram við lægri hita.
VIÐKVÆMT hentar einungis þvottahleðslu undir 3kg.
Kerfi valið:
Dagleg notkun
13