User manual

2. Þrýstið endurtekið á hnappinn TÍMI þar til réttur tími er sýndur á skjánum, til
dæmis 20 fyrir 20 mínútna kerfi.
Ef lengd kerfis er ekki valin er tíminn stilltur sjálfkrafa á 10 mínútur.
Aukavalið TÍMAVAL
Með hnappinum TÍMAVAL er hægt að seinka upphafi kerfis um allt frá 30
mínútum (30') upp í hámark 20 tíma (20h).
1. Veljið kerfi og viðbótarstillingar ef þess þarf.
2. Þrýstið á hnappinn TÍMAVAL eins oft og þörf krefur þar til réttur tími er sýndur
á skjánum, til dæmis 12h ef hefja á þurrkun eftir 12 klukkustundir.
Ef skjárinn sýnir 20h og þrýst er aftur á hnappinn er tímavali aflýst. Skjárinn
sýnir 0' og síðan lengd valins kerfis.
3. Staðfestið tímaval svo með því að þrýsta á START/STOPP hnappinn. Tími þangað
til þurrkun hefst er sýndur stöðugt (til dæmis 15h, 14h, 13h, … 30' o.s.frv.).
Tímavalstáknið
logar.
Aukavalið BARNALÆSING
Barnalæsingu er hægt að stilla til að koma í veg fyrir að kerfi sé óvart sett af stað
eða rofið í miðjum klíðum. Barnalæsingin læsir öllum hnöppum og stilliskífunni.
Hægt er að kveikja og slökkva á barnalæsingunni með því að halda niðri HLJÓÐ-
MERKI og TÍMI hnöppunum samtímis í 5 sekúndur.
Áður en kerfi fer af stað: Ekki er hægt að nota þurrkarann
Eftir að kerfi fer af stað: Ekki er hægt að breyta kerfi sem er í gangi
Táknið
birtist á skjánum til að gefa til kynna að barnalæsingin sé virk.
Barnalæsingin helst virk þótt þurrkkerfið sé búið.
Ef velja á nýtt kerfi þarf fyrst að taka barnalæsinguna af.
Þurrkkerfi sett í gang
Þrýstið á START/STOPP hnappinn. Gaumljós fyrir ofan hættir að blikka, logar stöð-
ugt. Kerfið fer af stað. Skjár telur þurrkunartíma niður eða sýnir tímaval ef það er
virkt.
Dagleg notkun
15