User manual

Breyting á kerfi
Til að breyta kerfi sem valið var af misgáningi, eftir að viðkomandi kerfi er komið í
gang, skal fyrst snúa stilliskífunni á SLÖKKT og stilla svo kerfi að nýju.
Ekki er hægt að breyta kerfi sem er komið í gang nema slökkva á því fyrst. Ef reynt
er að skipta um þurrkkerfi þrátt fyrir það með því að snúa skífunni, þá byrja viðhalds-
og framvindutákn að blikka. Ef þrýst er á aukavalshnapp (fyrir utan hnappinn
HLJÓÐMERKI) birtist Err á skjánum. Þetta hefur hins vegar engin áhrif á þurrkkerfið
sem er í gangi (verndun á þvotti).
Að setja inn í eða taka út úr þurrkaranum áður en kerfi lýkur
1. Opnið dyrnar.
AÐVÖRUN
Þvottur og tromla geta verið heit. Hætta á brunasárum!
2. Takið flíkur úr eða bætið í þurrkarann.
3. Lokið dyrunum tryggilega. Heyrast verður í dyralásnum.
4. Þrýstið á hnappinn START/STOPP til að halda áfram þurrkun.
Þurrkun lokið / þvottur fjarlægður
Þegar þurrkun er lokið blikkar"0". Ef þrýst var á hnappinn HLJÓÐMERKI heyrist
hljóðmerki með reglulegu millibili í um eina mínútu.
Á eftir þurrkkerfum fer sjálfkrafa krumpuvörn af stað sem varir í um 30 mínútur.
Tromlan snýst við og við á þessari stillingu. Það heldur þvottinum lausum og kemur
í veg fyrir að hann krumpist. Hægt er að taka þvottinn út hvenær sem er á meðan
krumpuvörn stendur. (Taka skal þvottinn út í lok krumpuvarnar í síðasta lagi, til að
koma í veg fyrir krumpumyndun.) Ef aukavalið LÖNG KRUMPUVÖRN er valið er
krumpuvarnarkerfið lengt um 60 mínútur.
1. Opnið dyrnar.
2. Áður en þvottur er tekinn úr þurrkaranum skal fjarlægja ló úr örsíunni. Best er
að nota raka hönd til þess. (Sjá kaflann "Umhirða og hreinsun".)
3. Takið þvottinn út.
4.
Snúið stilliskífunni á SLÖKKT.
Eftir hverja þurrkun:
16
Dagleg notkun