User manual

Tankurinn rúmar u.þ.b. 4 lítra. Þetta nægir fyrir um 7 kg af þvotti sem hefur áður
farið í þeytivindu á hraðanum 1000 snúningar / mínútu.
Hægt er að nota vatnið eins og annað eimað vatn, t.d. til að strauja. Hins vegar þarf
að sía það fyrst (til dæmis með kaffisíu) til að fjarlægja allar efnaleifar og ló.
Hreinsun á varmaskipti
Ef aðvörunarljósið logar þarf að hreinsa varmaskiptinn.
VARÚÐ
Notkun með varmaskiptinn stíflaðan af ló getur skemmt þurrkarann. Slíkt eykur
einnig rafmagnseyðslu.
1. Opnið dyrnar.
2. Opnið dyrnar fyrir varmaskiptinn. Til
að gera þetta, þrýstið á losunar-
hnappinn neðst á dyraopinu og opn-
ið dyrnar fyrir varmaskiptinn til
vinstri.
3. Hreinsið ló innan úr hurðinni og
fremra hólfi varmaskiptisins. Strjúkið
af hurðarþéttingunni með rakri
tusku.
4. Snúið báðum læsingastykkjunum inn
á við.
5. Notið handfangið til að toga varma-
skiptinn út úr botninum og haldið
honum láréttum til að koma í veg
fyrir að vatn leki út.
6. Tæmið varmaskiptinn með því að
halda honum lóðrétt yfir vaskafati.
20
Umhirða og hreinsun