User manual

Athugið rétta staðsetningu o-þéttingarinnar áður en hlífin er skrúfuð aftur á. Notið
ekki þurrkarann ef o-þéttinguna vantar.
AÐVÖRUN
Af öryggisástæðum verður að skrúfa hlífina vel fasta. Ef það er ekki gert má ekki
nota þurrkarann.
Stillingar á tæki
Stilling Framkvæmd
varanlega slökkt á HLJÓÐMERKI
1. Snúið stilliskífunni á hvaða kerfi sem er.
2. Þrýstið samtímis á hnappana VIÐKVÆMT og LÖNG
KRUMPUVÖRN og haldið þeim niðri í u.þ.b. 5 sek-
úndur.
3. Fastastillingin er að slökkt er á hljóðmerkjum. Hægt
er að nota hnappinn HLJÓÐMERKI til að slökkva eða
kveikja á hljóðinu en tækið leggur ekki valið á minnið.
Herslustig vatns
Vatn inniheldur uppleyst kalk og stein-
efni í mismunandi magni eftir land-
fræðilegri staðsetningu og því er vatns-
leiðnin breytileg.
Breytileg leiðni vatns miðað við fasta-
stillingar þurrkarans geta haft örlítil
áhrif á raka í þvottinum í lok þurrkkerfis.
Hægt er að stilla næmi þurrkunar-
skynjarans eftir leiðni vatnsins.
1. Snúið stilliskífunni á hvaða kerfi sem er.
2. Þrýstið samtímis á hnappana VIÐKVÆMT og TÍMI og
haldið þeim niðri í u.þ.b. 5 sekúndur. Gildandi stilling
birtist á skjánum:
lítil leiðni 300 míkró S/cm
miðlungs leiðni 300-600 míkró S/cm
mikil leiðni >600 míkró S/cm
3. Þrýstið á START/STOPP hnappinn endurtekið þangað
til réttri stillingu er náð.
4. Vistið stillinguna í minni með því að þrýsta samtímis
á VIÐKVÆMT og TÍMI hnappana eða snúið skífu á
SLÖKKT
Slökkt á aðvörun um að tæma þurfi
vatnstank
Þegar vatnið er tæmt í niðurfall.
1. Snúið stilliskífunni á hvaða kerfi sem er.
2. Þrýstið samtímis á hnappana LÖNG KRUMPUVÖRN
og TÍMI og haldið þeim niðri í u.þ.b. 5 sekúndur.
Gildandi stilling birtist á skjánum:
- aðvörunarljós er alltaf slökkt
- aðvörunarljós er virkt
Tækið er stillt í upphafi þannig að aðvörunarljós sé virkt
og logi í lok þurrkunar eða í miðjum klíðum ef vatns-
tankurinn er fullur.
24
Stillingar á tæki