User manual
Ábendingar fyrir prófunarstofnanir
Gildi sem prófunarstofnanir geta athugað:
• Orkunotkun (leiðrétt með lokarakastigi) við vel þurrt bómullarkerfi með nafn-
hleðslu.
• Orkunotkun (leiðrétt með lokarakastigi) við vel þurrt bómullarkerfi með hálfri
hleðslu.
• Lokarakastig (við kerfin vel þurr bómull, bómull fyrir straujárn og vel þurrt strau-
frítt)
• Þéttniskilvirkni (leiðrétt með lokarakastigi) við vel þurrt bómullarkerfi með nafn-
hleðslu og hálfri hleðslu
Öll þurrkkerfi verður að prófa í samræmi við IEC 61121 (Þurrkarar til heimilisnota
– Aðferðir til að mæla afköst).
Uppsetning
Staðsetning tækis
• Mælt er með að til þæginda sé þurrkarinn staðsettur nálægt þvottavél.
• Setja þarf þurrkarann upp á þurrum stað þar sem óhreinindi safnast ekki upp.
• Rýmið í kringum heimilistækið þarf að vera vel loftræst. Hindrið ekki loftflæði
um fremri loftrist eða loftinntöku aftan á tækinu.
• Setja skal þurrkarann á jafnt og stöðugt undirlag til að koma í veg fyrir hávaða
vegna titrings í notkun.
• Þegar búið er koma þurrkaranum varanlega fyrir, athugið hvort hann sitji rétt
með hjálp hallamáls. Ef svo er ekki er hægt að rétta hann af með því að hækka
og lækka fæturna.
• Aldrei má fjarlægja fæturna. Ekki takmarka bil á milli gólfs og þurrkara með þykku
teppi, viðarbútum eða öðru svipuðu. Tækið gæti hitnað og það gæti truflað rétta
vinnslu þess.
Heitt loft frá þurrkaranum getur náð allt að 60°C. Heimilistækið verður því að sitja
á gólfi sem þolir háan hita.
Við notkun þurrkarans má umhverfishiti ekki fara niður fyrir +5°C og ekki upp fyrir
+35°C, því það getur haft áhrif á afköst tækisins.
26
Uppsetning