User manual
•
Sprengihætta: Aldrei skal setja hluti í þurrkarann sem hafa komist í snertingu
við eldfim leysiefni (bensín, spritt, fatahreinsunarvökva eða skyld efni). Þar sem
þessi efni eru rokgjörn geta þau valdið sprengingu. Þurrkarinn er einungis fyrir
vatnsþveginn þvott.
•
Eldhætta: Hlutir sem hafa fengið á sig bletti frá jurta- eða matarolíu eru eldfimir
og því skal ekki setja þá í þurrkarann.
• Ef blettahreinsir var notaður á þvottinn verður að framkvæma aukaskolun í
þvottavélinni áður en þvottur er settur í þurrkarann.
• Tryggið að gaskveikjarar eða eldspýtur gleymist ekki í vösum á þvotti sem settur
er í heimilistækið.
AÐVÖRUN
Aldrei stoppa þurrkarann áður en hann er búinn að þurrka nema þvottur sé
fjarlægður hratt og dreift úr honum svo hann kólni fljótt niður. Eldhætta!
•
Hætta á raflosti! Ekki skal þvo heimilistækið með því að sprauta á það vatni.
Uppsetning
• Þetta heimilistæki er þungt. Aðgát skal viðhöfð ef þarf að færa það.
• Þegar umbúðirnar eru fjarlægðar, gangið úr skugga um að heimilistækið sé ekki
skemmt. Ef nokkur vafi leikur á því skal ekki nota tækið heldur hafa samband við
viðgerðaraðila.
• Fjarlægja verður allar flutningsfestingar og umbúðir fyrir notkun. Alvarlegar
skemmdir geta orðið á eignum og vörunni sjálfri ef ekki er farið eftir þessu. Sjá
viðeigandi kafla í notendahandbókinni.
• Lokastigið í þurrkuninni er hitalaust (kæling) til að tryggja að þvotturinn kólni
niður í rétt hitastig og skemmist ekki.
• Hvers kyns rafmagnsvinna sem þarf við uppsetningu þessa heimilistækis skal
framkvæmd af rafvirkja með viðeigandi réttindi eða öðrum aðila sem hæfur er
til verksins.
• Gæta skal þess að heimilistækið standi ekki á rafmagnssnúrunni.
• Ef vélin stendur á teppalögðu gólfi, vinsamlegast stillið fæturna þannig að loft
streymi um neðra byrðið.
• Þegar búið er að setja upp og tengja heimilistækið, gangið úr skugga um að það
standi ekki eða þrýsti á rafmagnssnúruna.
• Ef þurrkarinn stendur ofan á þvottavél er nauðsynlegt að nota til þess gerðar
festingar (aukabúnaður).
6
Mikilvægar upplýsingar um öryggismál