User manual
Notkun
• Þetta heimilistæki er ætlað til einka- og heimilisnota. Ekki má nota það til annars
en það var hannað til að gera.
• Þurrkið einungis þvott sem má setja í þurrkara. Fylgið leiðbeiningum á þvotta-
miða fatnaðarins.
• Setjið ekki óþveginn þvott í þurrkarann.
• Setjið ekki of mikið í vélina. Sjá viðeigandi kafla í notendahandbókinni.
• Ekki skal setja rennandi blaut föt í þurrkarann.
• Flíkur sem hafa komist í snertingu við rokgjarnar olíuvörur ættu ekki að fara í
þurrkara. Ef rokgjörn hreinsiefni eru notuð skal fjarlægja slík efni úr flíkinni áður
en hún fer í þvottavélina.
• Aldrei toga um rafmagnssnúruna til að fjarlægja klóna úr innstungunni; takið
ávallt beint um klóna sjálfa.
• Notið aldrei þurrkara ef rafmagnssnúran, stjórnborðið, vinnuflöturinn eða
undirstaðan eru skemmd þannig að greiður aðgangur sé að innra byrði tækisins.
• Fylgja skal leiðbeiningum við notkun mýkingarefna og annarra skyldra efna.
•
Varúð - heitur flötur : Snertið ekki hlífina á hurðarljósinu þegar það er kveikt.
1)
Öryggi barna
• Ung börn og veikburða einstaklingar mega ekki nota tækið án eftirlits.
• Hafa skal eftirlit með að börn leiki sér ekki með þetta heimilistæki.
• Umbúðirnar (t. d. plastfilma, einangrunarplast) geta verið hættulegar börnum -
hætta á köfnun! Geymið þar sem börn ná ekki til.
• Geymið öll þvottaefni á öruggum stað þar sem börn ná ekki til.
• Tryggið að börn eða gæludýr klifri ekki inn í tromluna.
1) Einungis þurrkarar með innra tromluljósi.
Mikilvægar upplýsingar um öryggismál
7