User manual

Notkun
Þetta heimilistæki er ætlað til einka- og heimilisnota. Ekki má nota það til annars
en það var hannað til að gera.
Þurrkið einungis þvott sem má setja í þurrkara. Fylgið leiðbeiningum á þvotta-
miða fatnaðarins.
Setjið ekki óþveginn þvott í þurrkarann.
Setjið ekki of mikið í vélina. Sjá viðeigandi kafla í notendahandbókinni.
Ekki skal setja rennandi blaut föt í þurrkarann.
Flíkur sem hafa komist í snertingu við rokgjarnar olíuvörur ættu ekki að fara í
þurrkara. Ef rokgjörn hreinsiefni eru notuð skal fjarlægja slík efni úr flíkinni áður
en hún fer í þvottavélina.
Aldrei toga um rafmagnssnúruna til að fjarlægja klóna úr innstungunni; takið
ávallt beint um klóna sjálfa.
Notið aldrei þurrkara ef rafmagnssnúran, stjórnborðið, vinnuflöturinn eða
undirstaðan eru skemmd þannig að greiður aðgangur sé að innra byrði tækisins.
Fylgja skal leiðbeiningum við notkun mýkingarefna og annarra skyldra efna.
Varúð - heitur flötur : Snertið ekki hlífina á hurðarljósinu þegar það er kveikt.
1)
Öryggi barna
Ung börn og veikburða einstaklingar mega ekki nota tækið án eftirlits.
Hafa skal eftirlit með að börn leiki sér ekki með þetta heimilistæki.
Umbúðirnar (t. d. plastfilma, einangrunarplast) geta verið hættulegar börnum -
hætta á köfnun! Geymið þar sem börn ná ekki til.
Geymið öll þvottaefni á öruggum stað þar sem börn ná ekki til.
Tryggið að börn eða gæludýr klifri ekki inn í tromluna.
1) Einungis þurrkarar með innra tromluljósi.
Mikilvægar upplýsingar um öryggismál
7