User manual
AÐGERÐIN BARNALÆSING
Hægt er að setja á barnalæsingu til að
koma í veg fyrir að börn leiki sér með
heimilistækið. Aðgerðin barnalæsing læsir
öllum hnöppum sem hægt er að ýta á og
kerfisvalsskífunni (þessi aðgerð læsir ekki
Auto/Off hnappinum). Til að virkja að-
gerðina barnalæsing ýttu á Þurrkun+ og
Viðkvæmt hnappana á sama tíma þangað
til táknið
birtist á sama tíma á skjánum.
Til að slökkva á barnalæsingunni skaltu ýta
aftur á sömu hnappa þangað til að táknið
hverfur af skjánum.
Þú getur virkjað aðgerðina barnalæsingu:
• áður en þú ýtir á Start/Hlé hnappinn -
heimilistækið fer ekki af stað
• eftir að þú ýtir á Start/Hlé hnappinn -
eru allir hnappar og kerfisvalsskífan
gerð óvirk
AÐ SETJA AF STAÐ
ÞURRKKERFI
Til að setja kerfið á stað skal ýta á hnapp-
inn eins og á myndinni. LED ljósið fyrir
ofan hnappinn lýsir með rauðu ljósi.
BREYTA UM ÞURRKKERFI
Til að breyta um þurrkkerfi, ýttu á
Kveikt/Slökkt hnappinn til að gera tækið
óvirkt. Ýttu á
Kveikt/Slökkt til að virkja
tækið og stilltu síðan á nýtt þurrkerfi.
VIÐ LOK ÞVOTTAKERFIS
Þegar þurrkhringrásinni er lokið, blikkar
tákn á skjánum. Ef Hljóðmerki aðgerðin er
virk, heyrist hljóðmerki við og við í eina
mínútu.
Að fjarlægja þvottinn úr þurrkaranum:
1.
Ýttu á Auto/Off hnappinn í 2 sekúndur
til að slökkva á heimilistækinu.
2.
Opnið hurð heimilistækisins.
3.
Takið þvottinn út.
4.
Lokið hurð heimilistækisins.
Eftir hverja þurrkun:
• hreinsið síuna
• tæmið vatnsílátið
(Sjá kaflann MEÐFERÐ OG ÞRIF.)
ÍSLENSKA
15