Operation Manual

71
IS
Kraftur: 109 g/klst. (1,5 kW) - dæla n° 41
Flokkur: bútan með beinum þrýstingi
Við þökkum þér fyrir að velja hitunarbúnaðinn
Campingaz
®
3 In 1 Grill CV.
A - MIKILVÆGT: SÝNIÐ AÐGÁT VIÐ NOTKUN
GASS!
Þessar notkunarleiðbeiningar gera þér kleift að nota
Campingaz
®
3 In 1 Grill CV á réttan og öruggan hátt.
Lestu þær vandlega áður en þú tengir tækið við gas-
hylkið. Geymdu notkunarleiðbeiningarnar ætíð á
öruggum stað til að geta lesið þær aftur þegar þörf
krefur.
Fylgdu notkunarleiðbeiningunum sem og öryggisfy-
rirmælum á hylkjunum Campingaz
®
CV 470 PLUS.
Ef ekki er farið eftir leiðbeiningunum getur það ska-
pað hættu fyrir þann sem notar tækið og umhverfi
hans.
Þetta tæki má einungis nota með Campingaz
®
CV
470 PLUS hylkjum. Það getur verið hættulegt að
nota aðrar gerðir hylkja.
Fyrirtækið Société Application Des Gaz firrir sig allri
ábyrgð ef gashylki af annarri gerð eru notuð.
Tækið skal einungis nota í vel loftræstu rými (að
minnsta kosti 2 m
3
/klst/kW) og fjarri eldfimum
efnum.
Ekki skal nota tæki sem lekur, sem virkar ekki sem
skyldi eða sem er úr sér gengið. Hafðu samband við
söluaðila sem mun benda þér á viðeigandi viðhald-
sþjónustu.
Aldrei skal breyta tækinu á neinn hátt né nota það í
öðrum tilgangi en því er ætlað.
Ekki skal nota það inni í hjólhýsi, bifreið, tjaldi, skýli,
kofa eða öðrum litlum og lokuðum svæðum….
Ekki má hafa tækið í gangi á meðan sofið er eða láta
það eftirlitslaust.
Allur gasbúnaður virkar við bruna, tekur inn súrefni
og varpar frá sér efnum sem myndast við brunann.
Slík efni geta meðal annars verið kolsýringur (CO).
Kolsýringur er lyktarlaus og litlaus og getur valdið
slappleika og einkennum sem minna á flensu og
jafnvel dauðsfalli ef tækið er notað innandyra án
nægilegrar loftræstingar.
B - TÆKIÐ TEKIÐ Í NOTKUN
Þegar tækið er notað í fyrsta skipti
a) Fjarlægið tækið úr umbúðunum.
b) Lyftið lokinu af (sjá mynd 2 til að losa lokið).
c) Losið grillplöturnar með því að toga báðar lóðréttu
lokurnar út á við (mynd 4).
d) Fjarlægið plöturnar tvær (8) (9) og pottastandinn (7)
(mynd 1).
e) Komið haldinu á lokinu fyrir samkvæmt mynd 3.
ÍSETNING CAMPINGAZ
®
CV 470 PLUS HYLKIS
(Ef tómt hylki er í tækinu skal lesa E-lið: "Skipt um hylki")
Ávallt skal koma hylki fyrir og fjarlæga það á vel lof-
træstum stað, helst utandyra og aldrei nærri loga,
hitaupptökum eða neista (sígarettum, raftækjum
o.s.frv.), fjarri eintaklingum og eldfimum efnum.
ETTERSOM CAMPINGAZ
®
CV 470 PLUS-BEHOLDE-
REN ER UTSTYRT MED EN VENTIL, KAN DEN
DEMONTERES FRA SELVE APPARATET SELV OM
DEN IKKE ER TOM.
f) Athugið að gasaðveita sé vandlega lokuð með því
að snúa stillingarstýrinu alla leið (1) - á ventlinum
(2) - réttsælis (áttin "-" á örinni) (mynd 5).
g) Gangið úr skugga um að þéttitengið "A", sem er að
finna á úttakstenginu á ventlinum (2) (mynd 5), sé til
staðar og í góðu ástandi áður en gasílátið er fest.
Notið ekki tækið ef þéttitengið vantar eða ef það er
skemmt: farið með það til söluaðila.
Ef vart verður við leka (gaslykt áður en opnað er fyrir
gasið) skal tafarlaust setja tækið út á vel loftræstan stað
fjarri eldi þar sem hægt er að leita að lekanum og stöð-
va hann. Ef ætlunin er að athuga þéttleika tækisins er
rétt að gera slíkt utandyra. Leitið ekki að leka með loga
heldur notið sérstakan vökva til að finna gasleka.
Tækið er nú tilbúið til notkunar.
C - VARÚÐARRÁÐSTAFANIR VIÐ NOTKUN
- Notið ekki tækið innan 20 cm frá skilrúmum, eldfi-
mum efnum eða geymnum.
- Komið hitunarbúnaðinum fyrir á lágréttu yfirborði.
Meðan á notkun stendur skal ekki færa hann, til
þess að forðast stóra gula loga þegar kviknar í
bútan í vökvaformi í stað bútans í formi gufu. Ef
slíkt gerist skal slökkva á hitunarbúnaðinum með
því að skrúfa fyrir kranann (á ventlinum).
- Ef vart verður við leka (gaslykt) skal loka fyrir kra-
nann (á ventlinum).
- Skiljið plötuna aldrei eftir í gangi lengur en 3 mínú-
tur án matar.
- Stillið hitunarbúnaðinn á lágan hita ef nota á flata
aukahluti úr málmi eins og brauðrist.
- Við notkun með einni plötu: gangið ávallt úr skug-
ga um að vatnsbakkinn sé til staðar.
- Notið ekki potta sem eru minni en 18 cm.
- Setjið ekki margar plötur/pottastanda hvert ofan á
annað á brennarum meðan hann er í gangi (mynd 12).
- Bíðið þar til tækið hefur kólnað algjörlega áður en
gengið er frá tækinu.
- Athugið: sumir hlutar kunna að vera mjög heitir.
Haldið ungum börnum fjarri tækinu.
- Notið viðeigandi hanska við að meðhöndla plötur-
nar, pottastandinn og vatnsbakkann.
- Forðist að snúa upp á mjúku slönguna.
- Notið viðeigandi hanska við að meðhöndla plötur-
nar, pottastandinn og vatnsbakkann.
D - NOTKUN
1 - Pottastandinum/plötunum komið fyrir
Mikilvægt: athugið að vatnsbakkanum (6) sé komið
fyrir í tækinu fyrir notkun.
Vatnsbakkanum komið fyrir
- Togið báðar lóðréttu lokurnar út á við (mynd 4).
- Komið vatnsbakkanum (6) fyrir í tækinu og gangið
úr skugga um að hann sé stöðugur (mynd 7).
Pottastandinum (8) komið fyrir
- Gangið úr skugga um að búið sé að koma vatns-
bakkanum fyrir (6).
- Komið pottastandinum fyrir á vatnsbakkanum og
gangið úr skugga um að hann sé stöðugur.
Plötunum komið fyrir
- Gangið úr skugga um að vatnsbakkanum (6) hafi
verið komið fyrir.
- Hellið u.þ.b. ¼ lítra af vatni í vatnsbakkann til þess
að koma í veg fyrir að fitan af kjötinu brenni við.
- Götuð plata (mynd 9): setjið plötuna á vatnsbak-
kann og snúið kantinum aftur.
- Heil plata (mynd 10): setjið plötuna á vatnsbakkann
og snúið gatinu sem hleypir fitunni burt aftur.
- Gangið úr skugga um að platan sé stöðug.
Mikilvægt: Setjið aldrei margar plötur/pot-
tastanda hvert ofan á annað meðan tækið er
í notkun (mynd 12).
2 - Kveikt á brennaranum með Piézo (mynd 13)
a) Opnið fyrir gasið með því að snúa stýrinu (1) - á
ventlinum (2) - rangsælis (áttin " + " á örinni) og
IFU 4010011857 - 3 in 1 Grill CV.qxp 25/11/2010 17:23 Page 71