Instruction Manual

Table Of Contents
Tækið má ekki verða fyrir mjög lágum
loftþrýstingi. Það getur leitt til þess að
hleðslurafhlaðan springi eða að eldfimur
vökvi eða lofttegundir leki út úr hleðsluraf
hlöðunni.
2.2 Ef hleðslurafhlaða verður fyrir
skemmdum
Ekki má nota tækið ef hleðslurafhlaðan
hefur skemmst eða henni hefur verið
breytt. Hætta verður notkun tækisins
tafarlaust um leið og vart verður við eitt
hvað óeðlilegt varðandi hleðsluraf
hlöðuna, svo sem lykt eða hita. Skemmdar
eða breyttar hleðslurafhlöður geta búið yfir
ófyrirsjáanlegum eiginleikum sem orsaka
hita og reyk, eldsvoða, sprengingu eða
meiðsl.
Alls ekki má slökkva eld í Li-Ion-hleðslur
afhlöðum með vatni! Notið sand eða
eldvarnarteppi.
Ef hleðslurafhlaðan skemmist eða er
notuð með röngum hætti geta lofttegundir
vikið út úr henni. Lofttegundirnar geta
valdið ertingu í öndunarfærum. Loftræstið
og leitið læknis ef ástæða þykir til.
Ef hleðslurafhlaðan er ekki notuð rétt
getur vökvi lekið úr henni. Varist snert
ingu við vökvann. Berist vökvinn á húð
skal skola hann af með vatni. Berist
vökvinn í augu skal jafnframt leita læknis.
Vökvi sem lekur út úr hleðslurafhlöðum
getur valdið ertingu eða bruna á húð.
2.3 Tækið notað á öruggan hátt
Ekki má nota tækið í rigningu eða röku
umhverfi. Ef raki berst inn í tækið getur
það valdið skammhlaupi og eldsvoða.
Ekki má stinga nagla, vír eða álíka í USB-
tengið. Það getur valdið skammhlaupi,
reykjarmyndun eða eldsvoða.
Ekki má nota tækið sem vinnuborð eða
geymsluflöt meðan á vinnu stendur. Ekki
má standa eða sitja á tækinu. Hleðsluraf
hlaðan getur orðið fyrir skemmdum og
orsakað eldsvoða eða sprengingar.
Ekki má flytja oddhvassa, heita eða raka
hluti (vökva, massa o.þ.h.) í tækinu. Ekki
má flytja hluti sem eru meira en 5 kg
(11 lbs) á þyngd og gæta verður þess að
ofhlaða ekki tækið. Það verður að vera
hægt að setja lokið á án átaks. Annars
getur hleðslurafhlaðan orðið fyrir
skemmdum og orsakað eldsvoða eða
sprengingar.
Sprengihætta ef ekki er skipt um hleðsl
urafhlöðuna með viðeigandi hætti eða ef
notuð er hleðslurafhlaða af rangri gerð.
Eingöngu þjónustuaðilar á vegum Festool
mega skipta um innbyggðu hleðsluraf
hlöðuna.
Ekki má fleygja tækinu og hleðslurafhlöð
unni í eld eða heitan ofn né hluta eða
skera tækið og hleðslurafhlöðuna í
sundur, því slíkt getur orsakað spreng
ingu. Sjá leiðbeiningar um viðeigandi
förgun í kafla 8.
VARÚÐ! Rafmagnsklóin er ætluð til þess að
taka tækið úr sambandi við rafmagn.
Innstungan ætti að vera nálægt tækinu og
alltaf verður að vera hægt að komast að
henni.
Til þess að forðast heyrnar
skemmdir skal gæta þess að stilla tækið
ekki á háan hljóðstyrk í lengri tíma.
Þegar tækið er opnað má ekki
fara með hendur og fingur á milli loksins
og neðri hlutans. Ef lokið fellur niður er
hætta á meiðslum á höndum og fingrum.
2.4 Upplýsingar um hleðslu tækisins
Hlaðið tækið eingöngu með meðfylgjandi
hleðslutæki frá framleiðanda. Ef notað er
hleðslutæki af rangri gerð getur það
skapað eldhættu.
Ekki má tengja USB-tengið við innstungu,
annan straumgjafa eða tæki sem mikil
spenna er á. Annars er hætta á að eldur
komi upp. USB-tengið er eingöngu ætlað til
þess að hlaða lágspennutæki (5V / 1A).
Hlaðið tækið eingöngu við herbergishita á
bilinu 0 °C til 45 °C (32 °F-113 °F).
3 Notkun
Ítarlegar upplýsingar um notkun: Sjá límmiða á
loki. Hægt er að sækja ítarlega handbók á
síðunni fyrir tækið á vefslóðinni
www.festool.com.
4 Fyrirhuguð notkun
Til að flytja og geyma verkfæri eða auka
búnað.
Til að taka á móti og spila Bluetooth
®
-
merki.
Til að hlaða snjalltæki með USB 2.0.
Íslenska
60