Manual

Ljósbogageislun
Verja ber andlitshúð og augu gegn ákafri útblámageislun með varnarskermi samkvæmt staðlinum
EN 175 sem er nógu stór og útbúinn sérstökum hlífðarglerjum samkvæmt EN 169 / 379.
Einnig ber að benda fólki eða hjálparfólki sem er statt nálægt ljósboganum á hættuna og sjá því fyrir
nauðsynlegum hlífðarbúnaði.
Umhverfi
Notaðu tækið aðeins í hreinu umhverfi sem er varið gegn bleytu.
Raki
Notið ekki ef rakastig er hátt (regn/snjór).
Inntaksrafmagn
Aðeins er hægt að nota tækið með einfasa rafmagni með 3 æðum (fasa, núllleiðara og jörð). Snertu ekki hluti
eða fleti sem leiða spennu. Notist aðeins með 230 V rafmagni.
Flutningur
Ekki má vanmeta þyngd búnaðarins. Flyttu tækið ekki yfir hluti eða fólk og láttu það ekki falla niður né settu það
harkalega niður.
Hætta á brunasárum
Verndaðu þig með viðeigandi þurrum suðuklæðnaði (svuntu, hönskum, höfuðhlíf og hörðum skóm). Notaðu
hlífðargleraugu einnig þegar þú slærð af gjall. Verndaðu aðra með eldþolnum skilveggjum. Horfðu ekki í ljósbogann og
haltu þér í hæfilegri fjarlægð.
Eldhætta
Fjarlægðu alla eldfima hluti frá suðustaðnum. Ekki skal vinna nálægt eldfimum efnum eða lofttegundum.
Reykur
Málmgufur eru eitraðar! Sé unnið innanhúss ber að tryggja fullnægjandi loftræstingu.
Frekari
varúðarráðstafanir
Ef soðið er:
- á svæði þar sem er aukin hætta á raflosti
- í lokuðum rýmum
- í nágrenni eldfimra eða sprengifimra hluta, verður þjálfað björgunarfólk að vera nærstatt. Gera ber
varúðarráðstafanir í samræmi við „IEC 62081“. Þurfi að framkvæma suðuvinnu í meira en venjulegri
vinnuhæð ber að nota vinnupalla.
Haltu fólki með hjartagangráð í hæfilegri fjarlægð frá suðunni.
Fólk með hjartagangráð má ekki vinna við tækið án samþykkis læknis!
Tækið hentar ekki til að þíða leiðslur.
Við meðhöndlun gaskúta, gættu að því að ventillinn á kútnum sé rétt staðsettur og varinn. Skemmdir kútar valda
hættu.
ÁBENDINGAR UM MINNKUN Á RAFSEGULTRUFLUNUM
Almennt
Það er á ábyrgð notandans tryggja suðubúnaðurinn tengdur og notaður samkvæmt fyrirmælum framleiðandans. Ef rafsegultruflanir eru til
staðar, ber notandinn ábyrgð á að leysa vandamálið með aðstoð tæknihjálpar framleiðandans.
Suðusvæðið skoðað
Skoðaðu áður en þú setur suðubúnaðinn í samband hvort það séu rafsegulvandamál á vinnusvæðinu.
a. Almenna legu kapla, stýrikapla, símasnúra og gagnaleiðslna yfir, undir og nálægt suðutækinu;
b. Útvarps- og sjónvarps- sendi- og viðtæki;
c. Tölvur og önnur stýritæki;
d. Viðkvæman búnað t.d. til öryggisprófunar á iðntækjum;
e. Heilsufar fólks í nágrenni tækisins (hjartagangráða, heyrnartæki o.s.frv.);
f. f) Tæki til kvörðunar og mælinga;
g. g) að önnur tæki í nágrenni tækisins verði ekki fyrir áhrifum af því. Þetta kann að útheimta frekari öryggisráðstafanir;
h. h) Hvenær dagsins er best að framkvæma suðuvinnu og aðra vinnu;
i. i) að tekið tillit til umhverfis tækjanna, stærðar og lögunar byggingarinnar og annarra verkferla á vinnustaðnum. Það kann að vera rétt að
skilgreina umhverfið þannig að það nái út fyrir lóðamörk.
Ábendingar um aðferðir til að minnka rafsegultruflanir
a. Rafmagn: Setja ber suðubúnaðinn í samband við rafmagn sem samræmist fyrirmælum framleiðandans. Ef truflanir koma upp kann að vera
þörf á frekari öryggisráðstöfunum svo sem síun inntaksspennu.
b. Suðukaplar: Hafa ber suðukaplana eins stutta og hægt er og helst láta þá liggja á gólfinu eða sem næst því.
c. Varnir og styrking: Með því verja og skerma aðra nálæga kapla og tæki draga úr truflanavandamálum. Mögulega þarf skerma
inntakskapal tækisins. Þá þarf að skerma allan kapalinn eins og hann leggur sig. Athugaðu að hús suðutækisins er jarðtengt sérstaklega.
d. Jarðtenging vinnustykkisins: Með því jarðtengja vinnustykkið sem á sjóða getur dregið úr truflanavandamálum. Slíka jarðtengingu
ber að framkvæma beint eða í gegnum viðeigandi þétti, allt eftir forskriftum viðkomandi lands.
BILANIR, ORSAKIR, LAUSNIR