Manual

2
GYSMI 80P 130P 160P 200P
MADE IN FRANCE
ÖRYGGISUPPLÝSINGAR
ALMENNT
Sé ekki farið eftir þessum upplýsingum og ábendingum getur það leitt til alvarlegs líkams- og eigna-
tjóns.
Framkvæmdu enga viðhaldsvinnu eða breytingar á tækinu sem eru ekki sérstaklega tilteknar í leiðar-
vísinum.
Framleiðandinn tekur ekki ábyrgð á meiðslum eða tjóni sem hlýst af rangri meðhöndlun tækisins.
Komi upp vandamál eða spurningar um rétta notkun tækisins skaltu snúa þér til fagfólks með viðeigandi vottun og
menntun.
UMHVERFI
Þetta tæki má aðeins nota til suðuvinnu samkvæmt efniskröfum (efni, efnisstyrkur o.s.frv.) sem fram koma á sigtiprents-
áletrun eða í þessum leiðarvísi. Það var aðeins hannað fyrir viðeigandi notkun sem samræmist hefðbundnum verkferlum
og öryggisforskriftum. Framleiðandinn ber ekki ábyrgð á tjóni sem hlýst af rangri eða hættulegri notkun.
Notaðu tækið ekki í rýmum þar sem raeiðandi málmryk er á sveimi í loftinu. Gættu þess bæði við notkun og geymslu
tækisins umhver þess laust við sýrur, gastegundir og önnur ætandi efni. Gættu þess athafnasvæðið vel
loftræst og útbúið og að varnir séu fullnægjandi.
Rekstrarhitastig:
milli -10 og +40°C.
Geymsluhitastig milli -20 og +55°C.
Loftraki:
Undir 50% upp að 40°C.
Undir 90% upp að 20°C.
Nota má tækið í allt að 1.000 m hæð (yr sjávarmáli).
ÖRYGGISÁBENDINGAR
Ljósbogasuða getur verið hættuleg og valdið alvarlegum meiðslum - jafnvel banvænum. Við vinnu með ljósboga er no-
tandanum margvísleg hætta búin: hættulegur hitagja, ljósbogageislun, rafsegultruanir (fólk með hjartagangráð eða
heyrnartæki ætti að ráðfæra sig við lækni áður en það hefur störf nálægt tækjunum), raost, suðuhávaði og -reykur.
Verndaðu því sjálfa(n) þig og aðra. Fylgdu ávallt eftirfarandi öryggisábendingum:
Geislun frá ljósboganum getur valdið alvarlegum augnskaða og brunasárum á húð. Verja ber húðina með viðeigandi,
þurrum hlífðarklæðnaði (suðuhönskum, leðursvuntu, öryggisskóm).
Notaðu raf- og hitaeinangrandi hlífðarhanska.
Notaðu suðuhlífðarklæðnað og suðuhjálm í nógu háum varnarokki (eftir gerð og straumi suðunnar). Verndaðu
augun við hreinsunarvinnu. Augnlinsur eru bannaðar!
Þar sem aðstæður kalla á það skaltu stúka suðusvæðið af með suðutjöldum til að vernda fólk gegn ljósbogageislun,
suðuslettum o.s.frv.
Einnig ber að fræða fólk sem er statt nálægt ljósboganum um hætturnar og sjá því fyrir nauðsynlegum hlífðarbúnaði.
Við notkun á suðutækinu skapast mjög mikill hávaði sem skaðar heyrn til lengdar. Við langa suðuvinnu skaltu því nota
fullnægjandi heyrnarhlífar og verja nálæga starfsmenn.
Gættu þess að óvarðar hendur, hár og föt fari ekki of nálægt viftunni.
Fjarlægðu húsið á tækinu ekki undir neinum kringumstæðum meðan það er í sambandi við rafmagn. Framleiðan-
dinn tekur ekki ábyrgð á meiðslum eða tjóni sem hlýst af rangri meðhöndlun tækisins eða því að ekki er farið eftir
öryggisábendingum.
ATHUGIÐ! Eftir suðuna er vinnustykkið mjög heitt! Meðhöndlaðu vinnustykkið því varlega til forðast brunasár.
Áður en viðhald fer fram á vatnskældum brennara eða hann hreinsaður skal láta kælikerð keyra áfram í 10 mínútur
eftir að suðu lýkur svo að kælivökvinn kólni og forðast megi brunasár.
Áður en vinnusvæðið er yrgeð ber að stúka það af til verndar fólki og tækjum.
IS