User manual

minnsta kosti 4 klukkustundir áður en
heimilistækið er tengt við rafmagn. Þetta
er til að leyfa olíunni að renna aftur í
þjöppuna.
Áður en þú framkvæmir einhverjar
aðgerðir á heimilistækinu (t.d. snýrð við
hurðinni) skaltu taka klóna úr
rafmagnsinnstungunni.
Ekki setja heimilistækið upp nálægt
ofnum eða eldavélum, ofnum eða
helluborðum.
Ekki setja heimilistækið upp þar sem sól
skín beint á það.
Ekki setja þetta heimilistæki upp á
svæðum þar sem er of mikill raki eða of
kalt.
Þegar þú færir heimilistækið skaltu lyfta
því á brúninni að framan til þess að
forðast að rispa gólfið.
Heimilistækið inniheldur poka af
þurrkefni. Þetta er ekki leikfang. Þetta er
ekki matvara. Vinsamlegast fargaðu því
samstundis.
Tenging við rafmagn
AÐVÖRUN! Hætta á eldi og
raflosti.
Heimilistækið verður að vera jarðtengt.
Gakktu úr skugga um að færibreyturnar
á merkiplötunni séu samhæfar við
rafmagnsflokkun aðalæðar aflgjafa.
Notaðu alltaf rétt ísetta innstungu sem
ekki veldur raflosti.
Notaðu ekki fjöltengi eða
framlengingarsnúrur.
Gættu þess að valda ekki skaða á
rafmagnsíhlutum (t.d. rafmagnskló,
rafmagnssnúru, þjöppu). Hafðu samband
við viðurkennda þjónustumiðstöð eða
rafvirkja til þess að skipta um
rafmagnsíhluti.
Rafmagnssnúran þarf að vera fyrir
neðan rafmagnsklóna.
Aðeins skal tengja rafmagnsklóna við
rafmagnsinnstunguna í lok
uppsetningarinnar. Gakktu úr skugga um
að rafmagnsklóin sé aðgengileg eftir
uppsetningu.
Ekki toga í snúruna til að taka tækið úr
sambandi. Taktu alltaf um klóna.
Notkun
AÐVÖRUN! Hætta á meiðslum,
bruna, raflosti eða eldsvoða.
Breyttu ekki tæknilýsingu fyrir þetta
heimilistæki.
Ekki setja rafmagnstæki (t.d. ísvélar) í
heimilistækið nema framleiðandi þeirra
segi þau henta til slíks.
Gætið þess að valda ekki skaða á
kælirásinni. Hún inniheldur ísóbútan
(R600a), náttúrulegt gas, sem er mjög
umhverfisvænt. Gasið er eldfimt.
Ef kælirásin skemmist skal gæta þess að
engir logar eða leiðir til kveikingar séu í
herberginu. Loftræstu herbergið.
Ekki láta heita hluti snerta plasthluti
tækisins.
Ekki setja gosdrykki í frystihólfið. Það
mun skapa þrýsting á drykkjarílátið.
Ekki geyma eldfimar gastegundir og
vökva í tækinu.
Settu ekki eldfim efni eða hluti sem eru
blautir af eldfimum efnum í, nálægt eða
á heimilistækið.
Ekki snerta þjöppuna eða þéttinn. Þau
eru heit.
Ekki fjarlægja eða snerta hluti úr
frystihólfinu ef þú ert með blautar eða
rakar hendur.
Ekki frysta aftur matvæli sem hafa verið
þídd.
Fylgið geymsluleiðbeiningum á
umbúðum frystra matvæla.
Innri lýsing
AÐVÖRUN! Hætta á raflosti.
Sú tegund ljóss sem notuð er fyrir þetta
tæki er aðeins ætluð heimilistækjum. Ekki
nota það sem heimilisljós.
ÍSLENSKA
41