User Manual

14
Listin að rækta bonsai tré á uppruna að rekja
til Kína og var tekin upp í Japan um það bil
árið 1000 e.Kr. Orðið bonsai er samsetning
japönsku orðanna BON, sem þýðir bakki, og
SAI, sem þýðir tré. Markmiðið er að líkja eftir
náttúrunni í smækkaðri mynd og að láta tréð
líta út fyrir að vera eldra en það er í raun og
veru. Tréð og potturinn eiga að mynda eina
heild og bæta hvort annað upp.
Umönnunarleiðbeiningar
1. Verndaðu plöntuna gegn kulda og trekki við
utning.
2. Hafðu plöntuna á björtum eða
hálfskuggsælum stað. Settu hana ekki við
ofn eða þar sem trekkir. Plantan má vera
utandyra ef hitastig fer ekki niður fyrir
15°C.
3. Plantan gæti fellt lauf 2-3 vikum eftir
kaupin, það er eðlilegt þar sem hún er
viðkvæm fyrir breytingum.
4. Vökvaðu með því að setja pottinn á kaf í
vatn. Taktu pottinn upp úr þegar ekki koma
lengur loftbólur, og látið renna af honum.
Helltu af vatni sem er enn í undirskálinni
ÍSLENSKA