User manual

Efnisyfirlit
Öryggisupplýsingar 40
Öryggisleiðbeiningar 41
Vörulýsing 43
Stjórnborð 43
Þurrkkerfi 44
Stillingar 45
Fyrir fyrstu notkun 46
Dagleg notkun 48
Góð ráð 50
Meðferð og þrif 51
Bilanaleit 53
Tæknilegar upplýsingar 54
IKEA-ÁBYRGÐ 55
Með fyrirvara á breytingum.
Öryggisupplýsingar
Fyrir uppsetningu tækisins og notkun þess, skal lesa
meðfylgjandi leiðbeiningar vandlega. Framleiðandinn er ekki
ábyrgur fyrir tjóni ef röng uppsetning eða notkun veldur
líkamstjóni eða skemmdum. Alltaf skal geyma leiðbeiningarnar
með heimilistækinu til síðari notkunar.
Almennt öryggi
Heimilistækið er ætlað til notkunar innan heimilisins og við
svipaðar aðstæður eins og:
Á bóndabýlum; starfsmannaeldhúsum í verslun, á
skrifstofum og á öðrum vinnustöðum
Af viðskiptavinum á hótelum, mótelum, gistiheimilum og á
öðrum íbúðarstöðum.
Ekki breyta tæknilýsingu fyrir þetta heimilistæki.
Vatnsþrýstingurinn á tækinu (hámark og lágmark) verður að
vera á milli 0.5 (0.05) / 8 (0.8) bar (Mpa)
Fylgja skal hámarksfjölda 9 eininga.
Ef rafmagnssnúran er skemmd, verður að fá nýja frá
framleiðanda, þjónustuaðila hans eða svipuðum hæfum aðila
til þess að koma í veg fyrir hættu.
Setjið hnífa og hnífapör með oddhvössum brúnum í
hnífaparakörfuna með oddinn niður eða í lárétta stöðu.
ÍSLENSKA
40