User manual

Bökunarplata:
Ýttu bökunarplötunni milli stýristanganna á
hillustoðinni.
Vírhilla og bökunarplata saman:
Ýttu bökunarplötunni milli stýristanganna á
hillustoðinni og vírhillunni á stýristengurnar
fyrir ofan.
Lítil skörð efst auka öryggi.
Skörðin eru einnig búnaður til
varnar því að aukabúnaður
hvolfist. Háa brúnin umhverfis
hilluna kemur í veg fyrir að
eldunaráhöld renni niður af
henni.
Kjöthitamælir
Stilla þarf tvö hitastig: Ofnhitastig og
kjarnahitastig.
Kjöthitamælirinn mælir kjarnahitastig
kjötsins. Þegar kjötið hefur náð innstilltu
hitastigi, slekkur heimilistækið á sér.
VARÚÐ! Einungis skal nota þann
kjöthitamæli sem fylgir með
tækinu eða rétta varahluti.
Kjöthitamælirinn verður að vera í
kjötinu og tengdur í innstungu á
meðan á eldun stendur.
1. Kveiktu á heimilistækinu.
2. Stingdu oddi kjöthitamælisins inn í miðju
kjötsins.
3. Stingdu klónni á kjöthitamælinum í
innstunguna framan á heimilistækinu.
Skjárinn sýnir tákn fyrir kjöthitamælinn.
4. Ýttu á eða í minna en 5 sekúndur til
að stilla kjarnahitastigið.
5. Stilltu hitunaraðgerðina og ef nauðsyn
krefur, hitastigið í ofninum.
ÍSLENSKA
20