User manual

Heimilistæki úr ryðfríu stáli eða áli
Hreinsaðu ofnhurðina aðeins
með rökum klút eða svampi.
Þurrkaðu hana með mjúkum klút.
Ekki nota stálull, sýrur eða
svarfefni þar sem þau geta
skemmt yfirborð ofnsins.
Hreinsaðu stjórnborð ofnsins með
sömu varúðarráðstöfunum.
Hurðarþéttingin hreinsuð
Athugaðu reglulega hurðarþéttinguna.
Hurðarþéttingin er umhverfis ramma
ofnrýmisins sjálfs. Ekki nota tækið ef
hurðarþéttingin er skemmd. Hafðu
samband við viðgerðaþjónustuna.
Til að hreinsa hurðarþéttinguna, skal
nota mjúkan klút með volgu vatni og
milda sápu.
Að fjarlægja hillustuðninginn
Áður en viðhald fer fram skal ganga úr
skugga um að tækið sé kalt. Það er hætta á
bruna.
Til að hreinsa heimilistækið skaltu fjarlægja
hillustoðirnar.
1. Togaðu stoðirnar varlega upp og út frá
framlæsingunni.
2
3
1
2. Togaðu framenda hillustoðarinnar frá
hliðarveggnum.
3. Togaðu stoðirnar út frá afturlæsingunni.
Settu hillustoðirnar upp í öfugri röð.
Hreinsað með gufu
Fjarlægðu verstu óhreinindin með
höndunum.
1. Settu 250 ml af vatni með 3 matskeiðum
af ediki beint í gufuketilinn.
2. Kveiktu á aðgerðinni Hreinsað með
gufu.
Skjárinn sýnir tímalengd aðgerðarinnar.
Hljóðmerki heyrist þegar kerfinu er lokið.
3. Snertu eitthvert tákn til að slökkva á
merkinu.
4. Þurrkaðu af heimilistækinu með mjúkum
klút. Fjarlægðu vatnið úr gufukatlinum.
Hafðu hurð heimilistækisins opna í um það
bil 1 klukkustund. Bíddu þangað til
heimilistækið er orðið þurrt. Til að hraða
þurrkun getur þú hitað upp heimilistækið
með 150°C heitu lofti í um það bil 15
mínútur.
Gufuframleiðslukerfi
VARÚÐ! Þurrkaðu gufuketilinn
eftir hverja notkun. Fjarlægðu
vatnið með svampinum.
Fjarlægðu kalkskánina með vatni
og ediki.
VARÚÐ! Kemísk afkölkunarefni
geta valdið skemmdum á
glerungnum. Fylgdu
leiðbeiningunum frá
framleiðanda.
1. Til að hreinsa vatnsskúffuna og
gufuketilinn skaltu setja vatns- og
edikblönduna (um það bil 250 ml)
gegnum vatnsskúffuna inn í gufuketilinn.
Bíddu í um það bil 10 mínútur.
2. Fjarlægðu vatnið og edikið með
svampinum.
3. Settu hreint vatn (100 - 200 ml) í
vatnsskúffuna til að skola
gufuframleiðslukerfið.
ÍSLENSKA
24