User manual

Orkusparnaður
Heimilistækið inniheldur
eiginleika sem hjálpa þér að
spara orku við hversdagslega
matreiðslu.
Almennar vísbendingar
Gættu þess að ofnhurðin sé almennilega
lokuð þegar tækið er í gangi og haltu henni
lokaðri eins mikið og hægt er meðan á
matreiðslu stendur.
Notaðu málmdiska til að bæta
orkusparnað.
Þegar mögulegt er skal ekki forhita ofninn
áður en matur er settur inn.
Þegar eldun tekur lengri tíma en 30 mínútur
skaltu lækka ofnhitann eins mikið og hægt
er 3 - 10 mínútum áður en eldun er lokið,
eftir því hversu langan tíma tekur að elda.
Hitinn inni í ofninum mun halda áfram að
elda.
Notaðu afgangshitann til að hita upp aðra
rétti.
Eldun með viftu
Ef mögulegt er skaltu nota eldunaraðgerðir
með viftu til að spara orku.
Afgangshiti
Ef kerfi með val um Tímalengd eða
Lokatímier virkjað og eldunartíminn er
lengri en 30 mínútur, slökkva
hitunarelementin sjálfvirkt á sér 10% hraðar
en í sumum ofnaðgerðum.
Viftan og ljósið eru áfram í gangi.
Halda mat heitum
Veldu lægstu mögulegu hitastillingu til að
nota afgangshita og halda máltíð heitri.
Skjárinn sýnir vísi afgangshita eða hitastig.
Eldun með ljósið slökkt
Slökktu á ljósinu meðan á eldun stendur og
kveiktu aðeins þegar þú þarft þess.
UMHVERFISMÁL
Endurvinna þarf öll efni merkt tákninu .
Setjið umbúðirnar í viðeigandi sorpílát til
endurvinnslu. Leggið ykkar að mörkum til
verndar umhverfinu og heilsu manna og
dýra og endurvinnið rusl sem fylgir
raftækjum og raftrænum búnaði. Hendið
ekki heimilistækjum sem merkt eru með
tákninu
í venjulegt heimilisrusl. Farið með
vöruna í næstu endurvinnslustöð eða hafið
samband við sveitarfélagið.
IKEA-ÁBYRGÐ
Hvað gildir IKEA-ábyrgðin lengi?
Þessi ábyrgð gildir í fimm (5) ár frá
upphaflegum kaupdegi heimilistækis þíns
hjá IKEA, nema heimilistækið nefnist
LAGAN, en þá gildir ábyrgðin í tvö (2) ár.
Framvísa þarf upprunalegu sölukvittuninni
til sönnunar á kaupunum. Ef gert er við
heimilistækið á meðan það er í ábyrgð,
framlengir það ekki ábyrgðartíma tækisins,
Hvaða heimilistæki eru ekki í fimm (5) ára
ábyrgð hjá IKEA?
Heimilistækjalínan sem nefnist LAGAN og
öll heimilistæki keypt hjá IKEA fyrir 1. ágúst
2007.
ÍSLENSKA 29