User manual

AÐVÖRUN! Ef skápurinn er
hafður í gangi, biðjið þá einhvern
að líta eftir honum af og til svo
að maturinn sem í honum er
skemmist ekki ef rafmagnið fer.
Ískápurinn afþíddur
Frost eyðist sjálfkrafa af eimi ísskápshólfsins
í hvert sinn sem véldrifna þjappan stöðvast,
meðan á venjulegri notkun stendur. Afþídda
vatnið rennur út í gegnum niðurfall inn í
sérstakt hólf aftan á heimilistækinu, yfir
véldrifnu þjöppunni, þar sem það gufar
upp.
Mikilvægt er að hreinsa öðru hvoru
frárennslisop afþídds vatn í miðri rennu
ísskápshólfsins svo að vatnið flæði ekki út
fyrir og leki á matinn í ísskápnum. Notið þar
til gerðan meðfylgjandi hreinsipinna sem er
tilbúinn inni í frárennslisopinu.
Frystirinn afþíddur
VARÚÐ! Aldrei nota málmáhöld
með hvössum brúnum til að
skrapa frost af eiminum því þú
gætir skemmt hann. Ekki nota
vélbúnað eða neitt slíkt inngrip til
þess að flýta fyrir afþiðnun, nema
það sem framleiðandinn hefur
mælt með. Ef hitastig frosins
matar hækkar meðan á afþiðnun
stendur getur það minnkað
geymsluþol hans.
Um 12 klukkustundum fyrir
affrystingu skal stilla á lægra
hitastig til þess að byggja upp
fullnægjandi kuldaforða fyrir
notkunarstoppið.
Eitthvað frost myndast alltaf á hillum
frystisins og í kringum efra hólfið.
Afþíða skal frystinn þegar frostlagið nær um
3-5 mm. þykkt.
1. Slökktu á tækinu eða taktu það úr
sambandi við rafmagnsinnstunguna í
veggnum.
2. Fjarlægðu allan mat sem er í geymslu,
vefðu nokkrum lögum af dagblöðum
utan um hann og komdu fyrir á svölum
stað.
AÐVÖRUN! Ekki snerta
frosnar vörur með blautum
höndum. Hendurnar geta
frosið við vörurnar.
3. Hafðu hurðina opna og settu fat undir
heimilistækið til að taka við vatninu sem
kemur.
Til þess að hraða affrystingarferlinu skal
setja pott með heitu vatni í frystihólfið.
Auk þess skal fjarlægja ísstykki sem
brotna af með íssköfu áður en
affrystingunni lýkur.
4. Þegar affrystingu lýkur skal þurrka vel
að innan og geyma íssköfuna fyrir
framtíðina.
ÍSLENSKA
53