User manual

VARÚÐ! Í slíku ástandi gæti
hitastig kælihólfsins farið niður
fyrir 0°C. Ef það gerist þarf að
stilla hitastillinn aftur á hlýrri
stillingu.
Frystingardagatal
Táknin sýna ýmsar gerðir frosinna matvæla.
Tölurnar sýna geymslutíma í mánuðum fyrir
viðeigandi gerðir frystivöru. Það fer eftir
gæðum matvörunnar og meðferð hennar
fyrir frystingu hvort lengra eða styttra
geymsluþolið sem gefið er upp er gildir.
Geymsla frystra matvæla
Þegar heimilistækið er sett í gang á ný eftir
notkunarhlé í einhvern tíma, þá látið það
vera í gangi í minnst 2 tíma á hárri stillingu
áður en matvælin eru sett í hólfið.
VARÚÐ! Ef afþiðnun verður fyrir
slysni, til dæmis af því að
rafmagnið fer af, og
rafmagnsleysið hefur varað
lengur en gildið sem sýnt er í
tæknieiginleikatöflunni
undir ,,hækkunartíma", þarf að
neyta afþídda matarins fljótt eða
elda hann strax og frysta hann
svo aftur (eftir kælingu).
Afþíðing
Djúpfryst eða fryst matvara, fyrir notkun, er
hægt að afþíða í ísskápnum eða við
stofuhita, eftir því hversu fljótt matvaran
þarf að afþiðna.
Litla bita af mat má jafnvel sjóða þegar
þeir eru enn frosnir, beint úr frystinum. í
þessu tilviki tekur suðan lengri tíma.
Ísmolagerð
Með þessu heimilistæki fylgir einn bakki til
ísmolagerðar.
1. Fylltu bakkann af vatni.
2. Settu bakkann í frystihólfið
VARÚÐ! Notaðu ekki
málmverkfæri til að fjarlæga
bakkann úr frystinum.
Góð ráð
Eðlileg vinnsluhljóð
Eftirfarandi hljóð eru venjuleg við notkun:
Dauft gjálfandi og vellandi hljóð frá
spólunum heyrast þegar kæliefninu er
dælt.
Suðandi og titrandi hljóð frá þjöppunni
þegar kæliefninu er dælt.
Skyndilegt smelluhljóð innan úr tækinu af
völdum hitabólgnunar (eðlilegt og
hættulaust náttúrulegt fyrirbæri).
Dauft smelluhljóð frá hitastillingum þegar
kveiknar eða slökknar á þjöppunni.
Ábendingar um orkusparnað
Ekki opna dyrnar oft eða hafa þær
opnar lengur en brýn nauðsyn krefur.
Ef umhverfishitastigið er hátt, hitastillirinn
er stilltur á lágan hita og heimilistækið er
fullhlaðið, getur verið að þjappan sé
stöðugt í gangi, en það getur valdið því
að frost eða ís hleðst utan á eiminn. Ef
ÍSLENSKA 45