User manual
Efnisyfirlit
Öryggisupplýsingar 40
Öryggisleiðbeiningar 41
Innsetning 43
Vörulýsing 45
Notkun 45
Fyrsta notkun 46
Dagleg notkun 46
Góð ráð 48
Umhirða og þrif 49
Bilanaleit 51
Tæknigögn 53
Umhverfismál 54
IKEA-ÁBYRGÐ 55
Með fyrirvara á breytingum.
Öryggisupplýsingar
Fyrir uppsetningu og notkun heimilistækisins skal lesa
meðfylgjandi leiðbeiningar vandlega. Framleiðandinn ber ekki
ábyrgð á neinum meiðslum eða skemmdum sem leiða af rangri
uppsetningu eða notkun. Geymdu alltaf leiðbeiningarnar á
öruggum stað þar sem auðvelt er að nálgast þær til síðari
notkunar.
Öryggi barna og viðkvæmra einstaklinga
• Börn, 8 ára og eldri og fólk með minnkaða líkamlega-, skyn-
eða andlega getu, eða sem skortir reynslu og þekkingu,
mega nota þetta tæki, ef þau eru undir eftirliti eða hafa verið
veittar leiðbeiningar varðandi örugga notkun tækisins og ef
þau skilja hættuna sem því fylgir.
• Börn á milli 3 og 8 ára gömul og fólk með miklar og flóknar
fatlanir mega nota þetta heimilistæki ef þau hafa fengið
almennilegar leiðbeiningar.
• Halda skal börnum yngri en 3 ára frá heimilistækinu nema
þau séu undir stöðugu eftirliti.
• Leyfðu ekki börnum að leika sér með tækið.
• Börn eiga ekki að hreinsa eða framkvæma notandaviðhald á
heimilistækinu án eftirlits.
• Haltu öllum umbúðum frá börnum og fargaðu þeim á
viðeigandi hátt.
ÍSLENSKA
40










