User manual
Reglubundin hreinsun
VARÚÐ! Ekki toga í, færa til, eða
skemma nein rör og/eða snúrur
inni í heimilistækinu.
VARÚÐ! Ekki skemma kælikerfið.
Hreinsa þarf búnaðinn reglulega:
1. Hreinsaðu innra rýmið og fylgihlutina
með volgu vatni og hlutlausri sápu.
2. Skoðaðu reglulega hurðarþéttingar og
strjúktu af þeim óhreinindi svo að þær
séu hreinar og lausar við rusl.
3. Skolaðu og þurrkaðu vandlega.
4. Ef hægt er skal hreinsa þéttinn og
þjöppuna aftan á heimilistækinu með
bursta.
Það bætir afköst heimilistækisins og
sparar rafmagn.
Frystirinn affrystur
Eitthvað frost myndast alltaf á
hillum frystisins og í kringum efsta
hólfið.
Þíða skal frystinn þegar frostlagið
nær um 3-5 mm þykkt.
Frostið er fjarlægt svona:
1. Slökktu á heimilstækinu.
2. Fjarlægðu allan mat sem er í geymslu,
vefðu nokkrum lögum af dagblöðum
utan um hann og komdu fyrir á svölum
stað.
3. Hafðu hurðina opna.
4. Þegar affrystingu er lokið skal þurrka
innra byrðið vel og stinga klónni aftur í.
5. Kveiktu á heimilistækinu.
6. Stilltu hitastýringuna á hámarkskulda og
láttu heimilistækið vera í gangi í tvo til
þrjá klukkutíma á þeirri stillingu.
7. Settu matinn sem tekinn var út aftur inn í
hólfið.
VARÚÐ! Aldrei nota beitt
málmáhöld til að skrapa frost af
eiminum því þú gætir skemmt
hann. Ekki nota vélbúnað eða
neitt slíkt inngrip til þess að flýta
fyrir þíðingu, nema það sem
framleiðandinn hefur mælt með.
Ef hitastig frosins matar hækkar
meðan á þíðingu stendur getur
það minnkað geymsluþol hans.
Kæliskápurinn þíddur
Frost eyðist sjálfkrafa af eimi
kæliskápshólfsins í hvert sinn sem
mótorþjappan stöðvast, meðan á venjulegri
notkun stendur. Þídda vatnið rennur út í
gegnum niðurfall inn í sérstakt hólf aftan á
heimilistækinu, yfir mótorþjöppunni, þar sem
það gufar upp.
Mikilvægt er að hreinsa öðru hvoru
frárennslisop þídda vatnsins í miðri rennu
kæliskápshólfsins svo að vatnið flæði ekki út
fyrir og leki á matinn í skápnum.
Tímabil þegar ekki í notkun
Gerðu eftirfarandi ráðstafanir þegar
heimilistækið er ekki í notkun um lengri tíma:
1. Aftengdu heimilistækið frá
rafmagnsgjafa.
2. Fjarlægðu allan mat.
3. Skildu hurð/hurðir eftir opnar til að
koma í veg fyrir ógeðfellda lykt.
ÍSLENSKA
50










