Instruction for Use

8
EspañolÍslenska
Fylgdu ráðlögðum hrærivélarhraða. Meiri hraði
hægir á umbreytingarferlinu.
Rúmtak hræru eykst verulega meðan á
umbreytingarferlinu stendur.
Upphaflegt magn hræru til að framleiða 1,9 l af
rjómaís ætti ekki að fara yfir 1.365 ml.
Hafðu í huga að frysting dregur úr sætleika
þannig að uppskriftir verða ekki eins sætar
þegar þær hafa verið frystar.
(framhald) Heilræði fyrir gerð hins fullkomna íss (framhald)
Umhirða og hreinsun
Leyfðu frystiskálinni að ná stofuhita áður en
reynt er að hreinsa hana.
Drifsamstæðuna og hrærisleikjuna má þvo
í uppþvottavél.
Þvoðu frystiskálina í volgu vatni með mildu
hreinsiefni. Þurrkaðu vandlega frystiskálina
áður en hún er sett í frysti.
MIKILVÆGT: Aldrei þvo frystiskálina í
uppþvottavélinni. Aðeins handþvo hana í
volgu vatni og með mildu hreinsiefni.
Franskur vanillurjómaís
600 ml hálfur og hálfur
(kannski nota
kaffirjóma)
8 eggjarauður
230 g sykur
600 ml þeytirjómi (kannski
blanda venjulegan
rjóma með mjólk)
4 teskeiðar vanilla
Ögn af salti
Hitaðu (kaffirjómann) í miðlungsstórum skaftpotti á meðalhita
þar til orðinn mjög heitur en sýður ekki, hræra oft. Taka af
hitanum; setja til hliðar.
Settu eggjarauður og sykur í hræriskál. Festu skál og þeytara
við hrærivélina. Settu á hraða 2 og hrærðu í um 30 sekúndur,
eða þar til þetta er orðið vel blandað og aðeins farið að
þykkna. Haltu áfram á hraða 2 og bættu kaffirjómanum smátt
og smátt út í; hrærðu þar til blandað. Settu kaffirjómablönduna
aftur í miðlungsstóran skaftpott, eldaðu á meðalhita þar til litlar
bólur myndast með brúnunum og rýkur úr blöndunni; hrærðu
stöðugt. Ekki sjóða. Færðu kaffirjómablönduna í stóra skál,
hrærðu saman við rjóma, vanillu og salti. Breiddu yfir skálina
og kældu vandlega, að minnsta kosti í 8 klukkustundir.
Settu saman og tengdu frystiskálina, hrærisleikjuna og
drifsamstæðuna eins og sagt er fyrir um í leiðbeiningunum
með fylgihlutnum. Snúðu á HRÆRA (Hraði 1). Notaðu ílát með
stút og helltu blöndunni í frystiskálina. Haltu áfram á HRÆRA
(Hraði 1) í 15 til 20 mínútur eða þar til óskuðum þéttleika er
náð. Færðu rjómaísinn strax á ábætisdiska, eða frystu hann í
loftþéttu íláti.
Afrakstur: 16 skammtar (120 ml hver skammtur).
TILBRIGÐI
Ferskur jarðaberjarjómaís
Settu saman í meðalstóra skál 500 g söxuð fersk jarðaber
(eða annan ferskan ávöxt) og 2 til 3 teskeiðar sykur, ef ósk
er. Láttu standa meðan rjómaísinn er í vinnslu. Bættu út í á
síðustu 3 til 5 mínútum frystitímans.
Afrakstur: 20 skammtar (120 ml hver skammtur).