Instruction for Use

9
EspañolÍslenska
(framhald) Franskur vanillurjómaís (framhald)
TILBRIGÐI
Kex- og krem rjómaís
Bættu 100 g af söxuðu súkkulaðikexi með kremi á milli (eða
öðru kexi, hnetum eða sælgæti) út í á síðustu 1 til 2 mínútum
frystitímans.
Afrakstur: 19 skammtar (120 ml hver skammtur).
Rjómaís með “þreföldu” súkkulaði
450 ml þeytirjómi (kannski
blanda venjulegan
rjóma með mjólk), skipt
niður
30 g extra dökkt súkkulaði
(kannski suðusúkkulaði),
skorið í bita
30 g dökkt súkkulaði, skorið
í bita
450 ml hálfur og hálfur
(kannski nota
kaffirjóma)
230 g sykur
40 g ósætt kakóduft
8 eggjarauður
4 teskeiðar vanilla
Ögn af salti
50 g mjólkursúkkulaði,
saxað
Settu 120 ml af rjóma, suðusúkkulaði og dökku súkkulaði í
lítinn skaftpott. Hitaðu á meðal-lágum hita þar til súkkulaðið
bráðnar, hrærðu oft. Taka af hitanum; setja til hliðar. Hitaðu
kaffirjómann í miðlungsstórum skaftpotti á meðalhita þar til
hann er orðinn mjög heitur en sýður ekki, hræra oft. Taka af
hitanum; setja til hliðar.
Settu sykur og kakóduft í litla skál. Sett til hliðar. Settu
eggjarauður í hræriskál. Festu skál og þeytara við hrærivélina.
Settu á hraða 2 og bættu smátt og smátt sykurblöndunni;
hrærðu í um 30 sekúndur, eða þar til þetta er orðið vel blandað
og aðeins farið að þykkna. Haltu áfram á hraða 2 og bættu
súkkulaðiblöndunni og kaffirjómanum smátt og smátt út í;
hrærðu þar til þetta er vel blandað.
Settu kaffirjómablönduna aftur í miðlungsstóran skaftpott;
hrærðu stöðugt og eldaðu á meðalhita þar til litlar bólur myndast
með brúnunum og rýkur úr blöndunni. Ekki sjóða. Færðu
kaffirjómablönduna í stóra skál, hrærðu saman við 330 ml sem
eftir eru af rjóma, vanillu og salti. Breiddu yfir skálina og kældu
vandlega, að minnsta kosti í 8 klukkustundir.
Settu saman og tengdu frystiskálina, hrærisleikjuna og
drifsamstæðuna eins og sagt er fyrir um í leiðbeiningunum
með fylgihlutnum. Snúðu á HRÆRA (Hraði 1). Notaðu ílát með
stút og helltu blöndunni í frystiskálina. Haltu áfram á HRÆRA
(Hraði 1) í 10 til 15 mínútur eða þar til óskuðum þéttleika er
náð; bættu mjólkursúkkulaðinu saman við á síðustu 1 til 2
mínútum frystitímans. Færðu rjómaísinn strax á ábætisdiska,
eða frystu hann í loftþéttu íláti.
Afrakstur: 16 skammtar (120 ml hver skammtur).