Instruction for Use

11
EspañolÍslenska
Rjómakenndur sítrónu-appelsínu Gelato-ís
Flóaðu mjólk með appelsínuberki, sítrónuberki og
kaffibaunum í þungum, miðlungsstórum skaftpotti.
Þeyttu eggjarauður og sykur í miðlungsstórri skál þar til þetta
blandast. Þeyttu smátt og smátt helmingi mjólkurblöndunnar
saman við eggjarauðurnar. Settu eggjarauðurnar aftur í
skaftpottinn með því sem eftir er af mjólkinni. Hrærðu saman
á lágum hita þar til blandan þykknar lítillega og skilur eftir far á
skeiðarbotni þegar fingur er dreginn yfir, í um 8 mínútur; ekki
sjóða. Síaðu í miðlungsstóra skál. Geymdu í kæli þar til þetta er
orðið vel kælt.
Settu saman og tengdu frystiskálina, hrærisleikjuna og
drifsamstæðuna eins og sagt er fyrir um í leiðbeiningunum með
fylgihlutnum. Snúðu á Hræra. Notaðu ílát með stút og helltu
blöndunni í frystiskálina. Haltu áfram á Hræra í 15 til 20 mínútur
eða þar til óskuðum þéttleika er náð. Færðu rjómaísinn í loftþétt
ílát og frystu í nokkrar klukkustundir til að gera bragðinu kleift
að þroskast. Er hægt að undirbúa allt að 4 daga fram í tímann.
Ef gegnfrosinn skal mýkja lítillega í kæliskáp, um 20 mínútum
áður en borið er fram.
Afrakstur: 8 skammtar (120 ml hver skammtur).
500 ml léttmjólk (1,5%)
4 (5 x 2 cm) lengjur
appelsínubörkur
4 (5 x 2 cm) lengjur
sítrónubörkur
6 kaffibaunir
5 eggjarauður
170 g sykur
Ferskur hindberjavatnsís (Sorbet)
750 g hindber
90 ml vatn
300 ml Einfalt síróp
(uppskrift fer á eftir)
Settu hindber og vatn í skál matvinnsluvélar sem búin er
málmblaði. Hakkaðu þar til orðið mjög mjúkt; helltu gegnum
fínmöskva sigti, presaðu síðan létt maukið í sigtinu til að
ná sem mestum vökva og mögulegt er án þess að þrýsta
maukinu gegnum sigtið. Fleygðu maukinu. Helltu vökvanum
í loftþétt ílát og geymdu í kæliskáp þar til þetta er vandlega
kælt, að minnsta kosti í 8 klukkustundir.
Settu saman og tengdu frystiskálina, hrærisleikjuna og
drifsamstæðuna eins og sagt er fyrir um í leiðbeiningunum
með fylgihlutnum. Snúðu á HRÆRA (Hraði 1). Settu saman
kældan hindberjasafann og einfalda sírópið kælt. Notaðu
ílát með stút og helltu blöndunni í frystiskálina. Haltu áfram
á HRÆRA (Hraði 1) í 7 til 12 mínútur eða þar til óskuðum
þéttleika er náð. Færðu vatnsísinn strax í loftþétt ílát og frystu í
að minnsta kosti 2 klukkustundir áður en borið er fram.
Afrakstur: 8 skammtar (230 ml hver skammtur).
500 g sykur
500 ml vatn
Settu sykur og vatn saman í skaftpott. Láttu suðuna koma upp
á miðlungsháum hita; eldaðu og hrærðu þar til sykurinn leysist
fullkomlega upp, um 10 mínútur. Færðu í ísbað, hrærðu þar til
orðið er vel kælt. Geymdu í kæli þar til á að nota það.
Afrakstur: 750 ml síróp
Einfalt síróp