Instruction for Use

7
EspañolÍslenska
Ísgerðartækið notað
Notkun:
MIKILVÆGT: Ef hrærunni er hellt í frystiskálina
áður en hrærivélin er sett í gang er mögulegt
að hræran frjósi of fljótt og festi hrærisleikjuna.
1. Geymdu frystiskálina í frystinum í það
minnsta 15 klukkustundir.
2. Undirbúðu rjómaíshræruna fyrirfram (sjá
„Heilræði fyrir fullkominn rjómaís“).
3. Settu saman og tengdu frystiskálina,
hrærisleikjuna og drifsamstæðuna.
4. Stilltu hraða hrærivélarinnar á 1 (HRÆRA)
og helltu rjómaíshrærunni í frystiskálina;
hrærðu í 20-30 mínútur, eða þar til
óskuðum þéttleika er náð. Bættu við öllu
hráefni í föstu formi, svo sem ávöxtum,
hnetum, sælgæti eða súkkulaðibitum, eftir
að hafa hrært í 12-15 mínútur.
ATHUGIĐ: Ef hrærisleikjan byrjar að renna til
og smellir heyrast er það vísbending um að
rjómaísinn sé tilbúinn.
5. Fjarlægðu hrærisleikjuna og frystiskálina
og færðu ísinn með gúmmíspaða eða
plast- eða tréskeið yfir á ábætisdiska eða í
loftþétt ílát til geymslu.
ATHUGIĐ: Ísgerðarvélin gerir mjúkan rjómaís.
Fyrir meiri þéttleika skal geyma rjómaísinn í
loftþéttu íláti í frystinum í 2-4 klukkustundir.
MIKILVÆGT: Ekki geyma rjómaísinn í
frystiskálinni í frystinum. Ef reynt er að skafa
harðan rjómais upp úr frystiskálinni með
málmausu eða –áhöldum getur það skemmt
frystiskálina.
Frystiskálin verður að vera fullkomlega
frosin til að hægt sé að búa til rjómaís eða
aðra frosna eftirrétti.
Fyrir besta árangur skal geyma
frystiskálina innst í frystinum, þar sem
kuldinn er mestur, í að minnsta kosti 15
klukkustundir. Með því að setja frystinn á
köldustu stillingu tekur styttri tíma að gera
þéttan rjómaís í frystiskálinni.
Með því að geyma frystiskálina alltaf í
frystinum hefur þú þann sveigjanleika að
geta búið til frosnu uppáhaldseftirréttina
þína þegar þér dettur í hug.
Fyrir uppskriftir sem þarf að for-elda skal leyfa
blöndunni að kólna til fulls í kæliskápnum.
Kæla þarf allar hræruuppskriftir til fulls í
kæliskápnum áður en rjómaís er gerður.
Í flestar rjómaísuppskriftir þarf blöndu af
rjóma, mjólk, eggjum og sykri. Sú gerð
rjóma sem þú velur ákvarðar hversu fyllt
bragðið verður og hversu rjómakennd
áferðin á lokaafurðinni verður. Því hærri
prósenta fitu sem er í rjómanum, þeim
mun fyllri og rjómakenndari verður
rjómaísinn þinn. Hægt er að nota hvaða
blöndu sem er, svo framarlega sem
vökvamálið helst það sama. Hægt er
að gera léttari rjómaís með því að nota
meiri mjólk en rjóma, eða með því að
sleppa rjómanum. Það gengur að nota
undanrennu, en það verður áberandi
munur á áferð.
FITUGERÐIR RJÓMA %
Þung-rjómi .......................................................................36%
(Venjulegur íslenskur rjómi.)
Þeytirjómi .......................................................................... 30%
(Ekki til í verslunum á Íslandi.)
Léttrjómi ............................................................................18%
(Matreiðslurjómi er 15%.)
Hálfur og hálfur .............................................................10%
(Kaffirjómi er 12%.)
Þegar hrærðar eru rjómaísuppskriftir sem
kalla á hráefni í föstu formi, svo sem ávexti,
hnetur, sælgæti eða súkkulaðibita, er best
að bíða með að bæta þeim við þar til á
lokamínútum hræriferlisins.
Rjómaísgerð er tvíþætt framkvæmd:
umbreyting og þroski. Umbreytingarferlið
er að gera hræru að rjómaís, þar sem
þéttleiki rjómaíssins verður svipaður
mjúkís. Þroskunarferlið á sér stað í
frystinum þar sem rjómaísinn harðnar á
2-4 klukkustundum.
(framhald á blaðsíðu 8)
Heilræði fyrir gerð hins fullkomna íss