Instruction for Use

156
SÉRSTAKAR RISTUNARSTILLINGAR
Rista beyglur
Brauðristin þín inniheldur sérstaka stillingu til
að rista beyglur, skonsur, rúnstykki, eða einhver
önnur kringlótt brauð sem þú vilt skera í tvennt
og rista aðeins aðra hliðina. Hitaelementin
aðlagast að því að rista notalega innri hlið
skorinnar beyglu (eða annars kringlótts brauðs)
án þess að brenna ytra yrborðið.
1. Ýttu á á beygluhnappinn
með ristastillinguna stillta
á þá ristun sem óskað er
eftir.
2. Settu beygluhelmingana,
eða annað kringlótt brauð,
í með skornu hliðina inn, eins og sýnt er.
Brauðristin mun sjálfvirkt láta beygluna
síga og byrja ristun.
3. Þegar beyglan er tilbúin lyftir brauðristin
henni og hljóðmerki heyrist. Ef beyglan
er ekki fjarlægð innan 45 sekúndna fer
brauðristin í stillinguna Halda volgu.
Rista frosið brauðmeti
Brauðristin þín býður upp á Frosið stillingu
sem varlega afþíðir og ristar frosið brauð.
Notaðu Frosið aðeins fyrir frosin brauðmeti.
Fyrir venjulegt brauðmeti:
1. Ýttu á hnappinn Frosið,
á þeirri ristun sem óskað
er eftir.
2. Settu frosið brauð ofan
í raufar brauðristarinnar.
3. Brauðristin lætur brauðið síga sjávirkt
niður, setur af stað afþíðingar aðgerð til
að þíða brauðið og ristar það síðan eins
og ristarstillingin er stillt.
Fyrir frosnar beyglur (eða annað frosið
kringlótt brauð sem skorið er í tvennt):
1. Ýttu á Beygluhnappinn og síðan hnappinn
Frosið, með þeirri ristarstillingu sem
valin er.
2. Settu frosna beyglu (eða annað kringlótt
brauð) ofan í raufar brauðristarinnar.
3. Brauðristin mun sjálfvirkt láta beyluna
síga niður og byrja afþíðingaraðgerð til
að þíða. Síðan tekur við ristun eins og
óskað er eftir.
Halda volgu
Ef það sem er í brauðristinni
er ekki fjarlægt innan 45
sekúndna frá lokum aðgerðar
lætur brauðristin það síga
sjálfvirkt niður aftur og virkjar
stillinguna Halda volgu með lágum í hita í allt
að 3 mínútur. Halda volgu-vísirinn logar á
meðan þessi aðgerð er virk.
Til að stöðva Halda volgu aðgerð
og fjarlægja ristað brauð:
Ýttu einu sinni á hnappinn
Rista/Hætta við. Ristaða
brauðið kemur upp og
brauðristin slekkur á sér.
Ef ristað brauð er ekki
fjarlægt innan 3 mínútna kemur það upp
og brauðristin slekkur sjálfvirkt á sér.
W10506838A_13_IS.indd 156 11/8/12 2:22 PM