Operation Manual

229
Íslenska
Umhirða og hreinsun
Auðvelt er að hreinsa glerkönnuna, matreiðslukönnuna,
læsikragann og hnífasamstæðuna, annað hvort ein og
sér eða í heilu lagi.
Hreinsaðu blandarann vandlega eftir hverja notkun
Ekki setja undirstöðu blandarans eða snúru í vatn
Ekki nota hreinsiefni eða svampa sem geta rispað
Að hreinsa staka hluti
1. Lyftu glerkönnusamstæðunni (eða
matreiðslukönnusamstæðunni) beint upp af undirstöðu
blandarans. Settu glerkönnusamstæðuna á fastan
flöt. Haltu utan um læsikragann um leið og þú snýrð
glerkönnunni (eða matreiðslukönnunni) rangsælis, tveir
smellir, til að aðskilja læsikragann, hnífasamstæðuna
og þéttihringinn frá könnunni (matreiðslukönnunni).
Þvoðu hlutina í sápuvatni. Skolaðu og þurrkaðu.
ATHUGASEMD: Vinsamlega HANDÞVOIÐ lokið,
mælibikarinn, læsikragann og hnífasamstæðuna - þessir
hlutir gætu skemmst í uppþvottavél. Glerkönnuna og
matreiðslukönnuna má setja í neðri grindina í uppþvottavél.
2. Þrífðu undirstöðu blandarans og snúru með volgu
sápuvatni, þrífðu, síðan með rökum klút og þurrkaðu
með mjúkum klút.
Að hreinsa án þess að taka í sundur
1. Settu könnuna (eða matreiðslukönnuna) á undirstöðu
blandarans, hálffylltu könnuna með volgu (ekki heitu)
vatni, bættu 1 eða 2 dropum af uppþvottalegi út í.
Settu lokið á könnuna (eða matreiðslukönnuna), ýttu
á hraðastillinguna HRÆRA(
)
og láttu blandarann
ganga í 5 til 10 sekúndur. Taktu könnuna (eða
matreiðslukönnuna) og tæmdu hana. Skolaðu með
volgu vatni þar til hún er hrein.
2. Til að hreinsa lokin og mælibikarinn, skal þvo þau í
volgu sápuvatni og skola síðan og þurrka vandlega.
3. Þrífðu undirstöðu blandarans og snúru með volgu
sápuvatni, þrífðu síðan með rökum klút og þurrkaðu
með mjúkum klút.
Þéttihringur
Glerkanna
Læsikragi og
hnífasamstæða
Matreiðslukanna
W10482505A_13_ICE.indd 229 4/3/12 11:33 AM