Instruction for Use

5
Íslenska
Blandarinn undirbúinn fyrir notkun
Fyrir fyrstu notkun
Áður en þú notar blandarann þinn í fyrsta
skipti skaltu þurrka undirstöðu hans með
volgum sápulöguðum klút og þrífa síðan með
rökum klút. Þurrkaðu með mjúkum klút í lokin.
Þvoðu könnu, lok, læsikraga, hnífasamstæðu,
þéttihring og mælibikar í volgu sápuvatni (sjá
umhirða og þrif, bls. 10). Skolaðu hlutina og
þurrkaðu þá.
Samsetning blandara
1. Settu læsikraga með hnífasamstæðuna
vísandi upp á stöðugan flöt.
2. Settu þéttihring, með flötu hliðina
niður, utan um hnífinn og inn í raufina á
læsikraganum.
3. Samstilltu flipa könnunnar við skorurnar á
læsikraganum.
4. Þrýstu niður og snúðu könnunni réttsælis,
um það bil ¼ úr hring þar til tveir smellir
heyrast.
5. Stilltu lengdina á rafmagnssnúru
blandarans.
6. Settu könnusamstæðuna á undirstöðu
blandarans.
Þéttihringur
Læsikragi
Framhald á næstu síðu