Instruction for Use

9
Íslenska
Ábendingar umkun & framreiðslu
Hvort sem verið er að baka eina eða tvær
vöfflur skal alltaf snúa bökunareiningunni eftir
að vöffluplatan hefur verið fyllt. Það þekur
bæði efri- og neðri vöffluplöturnar deigi og
tryggir besta þéttleika.
Ekki yfirfylla vöffluplöturnar. Helltu deiginu á
miðja plötuna og dreifðu því síðan jafnt út til
kantanna með mjúkum spaða eða botninum
á ausu úr öðru efni en málmi. Deigið ætti
næstum að hylja toppana á vöffluristinni.
Ekki húða vöffluplöturnar með olíu úr
úðabrúsa eða feiti - það myndar límkennda
uppsöfnun sem erfitt er að fjarlægja. Ef
vöfflurnar þínar eiga það til að loða við
plöturnar skaltu bæta svolitlu smjöri eða olíu í
viðbót við uppskriftina.
Notaðu könnu í stað ausu: það er miklu
auðveldara að hella deiginu en að ausa því.
Lokaðu loki járnsins strax eftir að vaffla er
fjarlægð. Það hjálpar til við að viðhalda
réttum bökunarhita fyrir viðbótarvöfflur.
Vöfflur verða ekki eins stökkar ef þeim er
hlaðið upp eða settar á gegnheilt undirlag.
Til að ná besta árangri skal geyma vöfflur á
vírgrind fyrir framreiðslu.
Þegar verið er að baka margar vöfflur til
framreiðslu skal halda þeim vöfflum sem lokið
er við heitum með því að setja þær í 90°C
ofn í allt að 15 mínútur. Leggðu vöfflurnar í
einfalt lag beint á ofngrindina. Einnig er hægt
að hita vöfflur upp með því að setja þær í
forhitað vöfflujárn í 1 mínútu.
Hægt er að frysta umframvöfflur með mjög
góðum árangri. Kældu leifarnar í einföldu
lagi á vírgrind, aðskildu þær með vaxpappír
og settu þær í frystipoka úr plasti eða annað
loftþétt ílát áður en þeim er stungið í frystinn.
Þegar þú ert tilbúin(n) að njóta þeirra skaltu
leggja þær í einfalt lag beint á ofngrind og
hita í 10 mínútur við 140°C. Frosnar vöfflur
má einnig hita með því að setja þær í forhitað
vöfflujárn í 2
1
2 til 3 mínútur.
1. Gættu þess vandlega að búið sé að slökkva
á vöfflujárninu, taka það úr sambandi og
kæla það fyrir hreinsun.
ATHUGASEMD: Ekki kaffæra vöfflujárnið í
vatni. Ekki nota hreinsiefni eða svampa sem
geta rispað.
2. Opnaðu lok járnsins og þurrkaðu
vöffluplöturnar hreinar með pappírsþurrku
eða rökum klút.
3. Þerraðu vöfflujárnið að utanverðu með
volgum sápuvættum klút, þerraðu síðan
járnið með rökum klút og þurrkaðu með
mjúkum klút. Ekki nota hreinsiefni eða
svampa sem geta rispað.
hreinsafflujárn