User manual

Almennt öryggi
Einungis til þess hæfur aðili má setja upp þetta heimilistæki
og skipta um snúruna.
VIÐVÖRUN: Heimilistækið og aðgengilegir hlutar þess hitna
við notkun. Auðsýna ætti aðgát til að forðast að snerta
hitaelementin. Halda skal börnum yngri en 8 ára frá tækinu
nema þau séu undir stöðugu eftirliti.
Notaðu alltaf ofnhanska til að fjarlægja eða setja inn aukahluti
eða ofnáhöld.
Áður en viðhald hefst skal aftengja tækið frá rafmagni.
Tryggðu að slökkt sé á tækinu áður en þú skiptir um ljósið til
að forðast möguleika á raflosti.
Ekki nota gufuhreinsibúnað til að hreinsa heimilistækið.
Ekki nota sterk tærandi hreinsiefni eða beittar málmsköfur til
að hreinsa glerhurðina þar sem slíkt getur rispað yfirborðið,
sem getur aftur leitt til þess að glerið brotnar.
Ef rafmagnssnúra er skemmd verður framleiðandi,
viðurkennd þjónustumiðstöð eða svipað hæfur aðili að
endurnýja hana til að forðast hættu vegna rafmagns.
ÖRYGGISLEIÐBEININGAR
Uppsetning
AÐVÖRUN! Einungis til þess
hæfur aðili má setja upp þetta
heimilistæki.
Fjarlægðu allar umbúðir.
Ekki setja upp eða nota skemmt
heimilistæki.
Fylgdu leiðbeiningum um uppsetningu
sem fylgja með heimilistækinu.
Alltaf skal sýna aðgát þegar heimilistækið
er fært vegna þess að það er þungt.
Notaðu alltaf öryggishanska og lokaðan
skóbúnað.
Ekki draga heimilistækið á handfanginu.
Haltu lágmarksfjarlægð frá hinum
heimilistækjunum og einingunum.
Gættu þess að heimilistækinu sé komið
fyrir undir og við hliðina á traustum og
stöðugum hlutum.
Hliðar heimilistækisins verða að standa
beinar og við hlið tækja eða eininga sem
hafa sömu hæð.
Tenging við rafmagn
AÐVÖRUN! Eldhætta og hætta
á raflosti.
Allar tengingar við rafmagn skulu
framkvæmdar af rafverktaka með tilskilin
starfsréttindi.
Heimilistækið þarf að vera jarðtengt.
Gakktu úr skugga um að
rafmagnsupplýsingarnar á merkiplötunni
passi við aflgjafann. Ef ekki, skal hafa
samband við rafvirkja.
Notaðu alltaf rétt ísetta innstungu sem
ekki veldur raflosti.
Notaðu ekki fjöltengi eða
framlengingarsnúrur.
Leonard 3