Notendahandbók

30
Sjálfvirk stilling
Flassið notað
Þú getur notað innbyggða flassið með því að reisa það við aðstæður þar sem nota
þarf flass, t.d. við illa lýstar aðstæður eða þegar myndefnið er baklýst. Þegar
innbyggða flassið er ekki uppreist er flassið stillt á W (slökkt).
Þú getur stillt flassstillingarnar eftir tökuumhverfinu sem þú ert í þegar innbyggða
flassið er reist.
Í stillingunni G (einföld sjálfvirk) (A 20) er ekki hægt að breyta flassinu
handvirkt. Myndavélin stillir flassstillinguna sjálfkrafa út frá þeirri
umhverfisstillingu sem ákvörðuð hefur verið.
Flassið stillt
1 Reistu innbyggða flassið (A 6).
Þegar innbyggða flassið er ekki uppreist eru flassstillingarnar stilltar á W (slökkt).
2 Ýttu á m (flassstilling).
Flassvalmyndin birtist.
3 Notaðu fjölvirka valtakkann til þess að velja
viðeigandi flassstillingu og ýttu á k.
Táknið fyrir flassstillinguna sem er valin birtist efst á
skjánum.
Þegar U (sjálfvirk) er notað hverfur D eftir nokkrar
sekúndur óháð stillingum skjásins (A 99).
Ef stilling er ekki gerð virk með því að ýta á k innan
nokkurra sekúndna er hætt við valið.
U Auto (sjálfvirkt)
Flassið lýsir sjálfkrafa þegar birta er lítil.
V Auto with red-eye reduction (sjálfvirk og rauð augu lagfærð)
Dregur úr „rauðum augum“ í andlitsmyndum (A 32).
W Off (slökkt)
Ekki kviknar á flassinu jafnvel þótt birta sé lítil.
X Fill flash (fylliflass)
Flassið kviknar þegar mynd er tekin. Notað til að „fylla upp í“ (lýsa upp) skugga og
baklýst myndefni.
Y Slow sync (hæg samstilling)
Sjálfvirk flassstilling er notuð með hægum lokarahraða.
Flassið lýsir upp aðalmyndefnið. Hægur lokarahraði er notaður til þess að ná
bakgrunni að nóttu til eða í lítilli birtu.
Flash mode
18