Notendahandbók
31
Flassið notað
Sjálfvirk stilling
B Innbyggða flassið sett niður
Settu innbyggða flassið niður þegar þú ert ekki að nota flassið (A 6).
B Mynd tekin þegar birta er af skornum skammti og slökkt er á flassinu (W)
• Mælt er með því að nota þrífót til að halda myndavélinni stöðugri á meðan mynd er tekin og koma
í veg fyrir þau áhrif sem hristingur hefur á myndatöku. Vibration reduction (titringsjöfnun)
(A 102) á að vera á Off (slökkt) þegar þrífótur er notaður.
• Táknið E birtist þegar myndavélin eykur ljósnæmið sjálfkrafa til þess að draga úr óskýrleika sem
hægur lokarahraði veldur. Myndir teknar þegar táknið E er sýnt gætu orðið örlítið dröfnóttar.
B Athugasemd um notkun á flassi
Þegar flassið er notað getur endurkast frá rykögnum í loftinu birst sem ljósir blettir í myndunum.
Stilltu flassið á W (slökkt) til að draga úr slíku endurkasti.
C Flassvísir
Flassvísirinn sýnir stöðu flassins þegar afsmellaranum hefur
verið ýtt niður til hálfs.
• Kveikt: Flassið kviknar ekki þegar myndin er tekin.
• Blikkar: Flass hleður sig. Bíddu í nokkrar sekúndur og
reyndu aftur.
• Slökkt: Flassið kviknar ekki þegar myndin er tekin.
Ef lítið er eftir af hleðslu rafhlöðunnar slekkur skjárinn á sér þar til flassið er fullhlaðið.
C Flassstillingin
Sjálfgefin flassstilling ræðst af tökustillingu.
• G (einföld sjálfvirk stilling): Myndavélin ákvarðar flassstillinguna sjálfkrafa út frá
umhverfisstillingunni sem hefur verið ákvörðuð og notar flassið.
• d (raðmyndatökustilling fyrir íþróttir): W slökkt (læst)
• B (stilling fyrir mikið ljósnæmi): U sjálfvirk
• a (brosstilling): U sjálfvirk
• Umhverfisstilling: Sjálfgefin stilling fer eftir umhverfisvalmyndinni (A 36).
• A (sjálfvirk) stilling: U Auto (sjálfvirk)
Þegar tökustillingin er A (sjálfvirk stilling) (A 29) eða stilling fyrir meira ljósnæmi (A 50) verður
breytta flassstillingin vistuð jafnvel þótt slökkt sé á myndavélinni.
C Drægi flass
Í einfaldri sjálfvirkri stillingu og sjálfvirkri stillingu dregur flassið u.þ.b. 0,5-6,5 m þegar minnsti
aðdráttur er notaður, og u.þ.b. 0,5-4,5 m þegar mesti aðdráttur er notaður.
Í stillingu fyrir mikið ljósnæmi dregur flassið u.þ.b. 0,5-11,0 m þegar minnsti aðdráttur er notaður, og
u.þ.b. 0,5-9,0 m þegar mesti aðdráttur er notaður.