Notendahandbók
32
Flassið notað
Sjálfvirk stilling
C Rauð augu lagfærð
Þessi myndavél er búin háþróuðu kerfi sem lagfærir rauð augu.
Kveikt er á flassinu nokkrum sinnum með lágum styrk áður en aðalblossinn kviknar, til þess að draga
úr „rauðum augum“.
Ef myndavélin greinir „rauð augu“ eftir að mynd hefur verið tekin vinnur lagfæringarbúnaður Nikon
myndina til að lagfæra rauð augu um leið og hún er vistuð. Því líður stutt stund þar til hægt er að
nota afsmellarann aftur til þess að taka aðra mynd.
Athugaðu eftirfarandi þegar þú notar lagfæringu á rauðum augum:
• Ekki er mælt með þessari stillingu ef tímasetning afsmellara er lykilatriði því tíminn sem líður frá því
að ýtt er á afsmellarann og þar til lokarinn opnast er lengri en í venjulegri tökustillingu.
• Eftir að mynd hefur verið tekin líður lengri tími en venjulega áður en hægt er að taka aðra mynd.
• Lagfæring á rauðum augum skilar ekki alltaf þeim niðurstöðum sem búast má við.
• Aðgerðin getur í örfáum tilvikum haft áhrif á aðra hluta myndarinnar. Notaðu aðrar flassstillingar en
sjálfvirka lagfæringu á rauðum augum í ofangreindum tilvikum.