Notendahandbók
33
Sjálfvirk stilling
Myndir teknar með tímamæli
Þegar þú notar tímamælinn eru myndir teknar 10 sekúndum eftir að ýtt er á
afsmellarann. Æskilegt er að nota þrífót þegar tímamælirinn er notaður.
1 Ýttu á n (tímamælir).
Tímamælisvalmyndin birtist.
2 Notaðu fjölvirka valtakkann til að velja ON
(kveikt) og ýttu á k.
Tákn tímamælis (n 10) birtist.
Ef stilling er ekki gerð virk með því að ýta á k innan
nokkurra sekúndna er hætt við valið.
3 Rammaðu myndina inn og ýttu
afsmellaranum niður hálfa leið.
Fókus og lýsing stillist.
4 Ýttu afsmellaranum alla leið niður.
Tímamælirinn fer í gang og sekúndufjöldinn
sem eftir er þar til lokarinn lokast birtist á
skjánum. Tímamælisljósið blikkar. Ljósið hættir
að blikka einni sekúndu áður en myndin er tekin
og helst kveikt þar til lokarinn lokast aftur.
Þegar smellt er af er tímamælirinn stilltur á OFF
(slökkt).
Ef stöðva á tímamælinn áður en myndin er tekin
skaltu ýta aftur á afsmellarann.
Self-timer
10
10
F3.51/125
1/125 F3.5
9
9